Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

22. desember 2006
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 22.12. 2006

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, föstudaginn 22.12.2006, kl. 09:00.
 
Fundinn sátu Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Egilsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 

DAGSKRÁ:

1)      Háhraðatengingar í dreifbýli
2)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Háhraðatengingar í dreifbýli
Árni Gunnarsson og Hrund Pétursdóttir frá Leiðbeiningarmiðstöðinni komu til fundar og kynntu drög að skýrslu um uppbyggingu háhraðatenginga í dreifbýli í Skagafirði. 
Sviðsstjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið í samráði við Leiðbeiningarmiðstöðina.
 
2)      Önnur mál
Lagt var fram til kynningar bréf um ráðstefnu um bláskeljarækt 12. – 13. jan. n.k. á Akureyri.
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30