Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

20. febrúar 2007
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 20.02. 2007
 
Fundur haldinn á Sauðárkróki 20.02.2007  kl. 13:00.
 
Mættir: Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Snorri Styrkársson.
 
DAGSKRÁ
1)      Erindi frá Leiðbeiningamiðstöðinni.
2)      Skipan fulltrúa í stýrihóp með Skagafjarðarhraðlestinni vegna samstarfs um atvinnuþróun.
3)      Önnur mál.
 
AFGREIÐSLUR
 
1)      Tekið fyrir erindi frá Leiðbeiningamiðstöðinni varðandi kostnað við úttekt á möguleikum Háhraðatenginga í Skagafirði. Um er að ræða vinnu varðandi GPS staðsetningar og mat á kostnaði við uppsetningu nauðsynlegs búnaðar.
 
      Nefndin samþykkir að fela sviðstjóra að ræða við Leiðbeiningamiðstöðina.
 
2)      Atvinnu- og ferðamálnefnd leggur til að fulltrúar sveitarfélagsins í stýrihópnum verði kjörnir nefndarmenn í Atvinnu- og ferðamálanefnd.
 
3)      Önnur mál engin.
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fundi slitið kl.13.30.