Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

31. maí 2007
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 31.05. 2007

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, fimmtudaginn 31.05.2007, kl. 13:00.

Fundinn sátu Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Egilsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 


DAGSKRÁ:
1)      ORF – líftækni
2)      Úthlutun byggðakvóta
3)      Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi
4)      Matarkistan Skagafjörður
5)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      ORF – líftækni
Rætt um stöðu samstarfsverkefnis sveitarfélagins og ORF-líftækni. 
 
2)      Úthlutun byggðakvóta
Tekið var fyrir erindi frá Byggðaráði um úthlutun byggðakvóta í Skagafirði.  Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
 
3)      Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi
Sviðsstjóri sagði frá starfsemi MFN, nýrri stjórn og verkefnum á næstu mánuðum.
 
4)      Matarkistan Skagafjörður
Sviðsstjóri sagði frá heimsókn fulltrúa sveitarfélagsins til vinabæjar Skagafjarðar, Kristianstad í Svíþjóð og rætt var um möguleika á sameiginlegri markaðssetningu Skagafjarðar sem matvælahéraðs.
Sviðsstjóra falið að vinna áfram að málinu.
 
5)      Önnur mál
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:30