Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur – 13.11. 2007
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 13.11.2007, kl. 13:00.
DAGSKRÁ:
1) Vinnsla á basalttrefjum
2) Athugun á aðstæðum fyrir rekstri og uppsetningu netþjónabúa
3) Verið – vísindagarðar
4) Fjárhagsáætlun 2008
5) Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
1) Vinnsla á basalttrefjum
Þorsteinn Broddason fjallaði um athuganir sínar á stöðu basalttrefjavinnslu.
2) Athugun á aðstæðum fyrir rekstri og uppsetningu netþjónabúa í einstökum sveitarfélögum.
Lagt fram erindi frá Fjárfestingarstofu, dags. 31.10.2007 þar sem sveitarfélaginu Skagafirði er boðið að vera þátttakandi í athugun á aðstæðum fyrir rekstri og uppsetningu netþjónabúa í völdum sveitarfélögum.
Nefndin fagnar erindinu og telur mikil tækifæri felast í verkefninu til eflingar atvinnulífs og byggða á Norðurlandi. Nefndin samþykkir að taka þátt í verkefninu, áætlaður kostnaður er kr. 400.000.- + vsk. sem færist á lið 13090.
3) Verið – vísindagarðar
Gísli Svan Einarsson framkvæmdastjóri Versins kom til fundarins og fylgdi eftir erindi sem hann sendi nefndinni þar sem óskað er eftir hlutafjárframlagi til Versins – Vísindagarða á Sauðárkróki upp á kr. eina milljón.
Nefndin tekur vel í erindið og ákveður að óska eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum.
4) Fjárhagsáætlun 2008
Atvinnumál, liður 13 lagður fram til umræðu af sviðsstjóra. Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 29.100.000.-
Samþykkt að vísa liðnum með þessari afgreiðslu til byggðarráðs.
5) Önnur mál
Raforkuflutningar
Samþykkt að óska eftir fundi með Landsneti varðandi orkuflutninga í Skagafirði.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00
Fundur – 13.11. 2007
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 13.11.2007, kl. 13:00.
DAGSKRÁ:
1) Vinnsla á basalttrefjum
2) Athugun á aðstæðum fyrir rekstri og uppsetningu netþjónabúa
3) Verið – vísindagarðar
4) Fjárhagsáætlun 2008
5) Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
1) Vinnsla á basalttrefjum
Þorsteinn Broddason fjallaði um athuganir sínar á stöðu basalttrefjavinnslu.
2) Athugun á aðstæðum fyrir rekstri og uppsetningu netþjónabúa í einstökum sveitarfélögum.
Lagt fram erindi frá Fjárfestingarstofu, dags. 31.10.2007 þar sem sveitarfélaginu Skagafirði er boðið að vera þátttakandi í athugun á aðstæðum fyrir rekstri og uppsetningu netþjónabúa í völdum sveitarfélögum.
Nefndin fagnar erindinu og telur mikil tækifæri felast í verkefninu til eflingar atvinnulífs og byggða á Norðurlandi. Nefndin samþykkir að taka þátt í verkefninu, áætlaður kostnaður er kr. 400.000.- + vsk. sem færist á lið 13090.
3) Verið – vísindagarðar
Gísli Svan Einarsson framkvæmdastjóri Versins kom til fundarins og fylgdi eftir erindi sem hann sendi nefndinni þar sem óskað er eftir hlutafjárframlagi til Versins – Vísindagarða á Sauðárkróki upp á kr. eina milljón.
Nefndin tekur vel í erindið og ákveður að óska eftir fundi með framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum.
4) Fjárhagsáætlun 2008
Atvinnumál, liður 13 lagður fram til umræðu af sviðsstjóra. Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 29.100.000.-
Samþykkt að vísa liðnum með þessari afgreiðslu til byggðarráðs.
5) Önnur mál
Raforkuflutningar
Samþykkt að óska eftir fundi með Landsneti varðandi orkuflutninga í Skagafirði.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00