Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

17. desember 2007
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 17.12. 2007

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, mánudaginn 17.12.2007, kl. 12:00.
Fundinn sátu Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Páll Dagbjartsson og Sigurlaug Konráðsdóttir.  Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri ritaði fundargerð.

DAGSKRÁ:

1)      Upplýsingamiðstöðin
2)      Heimasíða með upplýsingum um Skagafjörð sem fjárfestingarkost
3)      Lýðheilsuskóli í Varmahlíð
4)      Tjaldstæði á Sauðárkróki
5)      Matarkistan
6)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Upplýsingamiðstöðin
Formaður bauð nýjan áheyrnarfulltrúa, Sigurlaugu Konráðsdóttur, velkominn til starfa í nefndinni.  Sigurlaug segist vænta góðs af samstarfi í nefndinni.
Rætt um samstarf sem sveitarfélagið hefur átt við SSNV atvinnuráðgjöf varðandi rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð.  Samþykkt að óska eftir því við SSNV að það starf sem atvinnuráðgjafi á Sauðárkróki hefur sinnt við rekstur miðstöðvarinnar verði minnkað í 25#PR starfshlutfall á næsta ári.
 
2)      Heimasíða með upplýsingum um Skagafjörð sem fjárfestingarkost
Rætt um stöðu mála varðandi vinnu við heimasíðu til að kynna Skagafjörð sem áhugavert svæði fyrir fyrirtæki.  Stefnt að því að síðan verði tilbúin í janúar.
 
3)      Lýðheilsuskóli í Varmahlíð
Tekið fyrir erindi þar sem kynnt er fyrirhuguð stofnun fyrirtækis sem hefur vinnuheitið Lýðheilsuskólinn í Varmahlíð. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins varðandi gerð fjárhagsáætlunar.  Nefndin tekur vel í erindið og samþykkir tillögu sviðsstjóra um að ganga til viðræðna við Capacent um að fyrirtækið vinni fjárhagsáætlun fyrir verkefnið.  Sviðsstjóra falið að ganga til samninga við Capacent.
 
4)      Tjaldstæði á Sauðárkróki
Lögð fram tillaga frá sviðsstjóra um að ganga til viðræðna við tréiðnadeild FNV um að deildin smíði nýtt aðstöðuhús fyrir tjaldstæði á Sauðárkróki.  Nefndin samþykkir að leggja til við Byggðarráð að gengið verði til samninga við FNV um smíði hússins.  Húsið verði tilbúið til notkunar vorið 2009.
 
5)      Matarkistan Skagafjörður
Rætt um framhald verkefnisins, en samstarfi Hólaskóla og sveitarfélagsins um rekstur verkefnisins lýkur nú um áramót.
Ákveðið að málið verði á dagskrá nefndarinnar á fyrsta fundi á nýju ári.
 
6)      Önnur mál
Voru engin.
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.  Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:00