Atvinnu- og ferðamálanefnd
Dagskrá
Formaður lagði til að mál 1309292 yrði tekið inn á dagskrá með afbrigðum. Það var samþykkt samhljóða.
1.Byggðakvóti fiskveiðiárið 2013-2014
Málsnúmer 1309147Vakta málsnúmer
Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að sækja um byggðakvóta vegna byggðarlaga sveitarfélagsins með sambærilegum hætti og undanfarin ár. Nefndin vill hnykkja á því í umsókninni að lögð verði sérstök áhersla á að tekið verði tillit til erfiðrar stöðu Hofsóss og skerðinga liðinna ára þegar byggðakvóta yfirstandandi fiskveiðiárs verður úthlutað.
2.Nýting Gamla Barnaskólans við Freyjugötu
Málsnúmer 1308123Vakta málsnúmer
Atvinnu- og ferðamálanefnd þakkar erindið. Ekki liggur fyrir hver framtíð gamla barnaskólans á Sauðárkróki eða lóðarinnar sem hann stendur á verður þegar flutningum í nýtt húsnæði og tæmingu hússins verður lokið. Hugmyndir Björns Björnssonar og annarra verða hafðar til hliðsjónar þegar að þeirri ákvarðanatöku kemur.
3.Þyrluflug með skíða- og snjóbrettafólk
Málsnúmer 1304278Vakta málsnúmer
Atvinnu- og ferðamálanefnd þakkar erindi Fljótabakka ehf. og fagnar þeirri starfsemi sem fyrirtækið hefur hafið í Fljótum. Hins vegar telur atvinnu- og ferðamálanefnd ekki vera lagalegar forsendur til staðar til að veita umræddu fyrirtæki eða öðrum einkaleyfi til þyrluflugs um Tröllaskaga þar sem skiptast á þjóðlendur, einkaeignarlönd og lönd í eigu sveitarfélaga.
Atvinnu- og ferðamálanefnd óskar eftir góðu samstarfi við þau fyrirtæki sem hyggjast nýta Tröllaskagann til atvinnuuppbyggingar af þessu tagi en leggur jafnframt áherslu á að fyrirtækin fari með aðgát og varúð gagnvart fólki og búfé.
Atvinnu- og ferðamálanefnd óskar eftir góðu samstarfi við þau fyrirtæki sem hyggjast nýta Tröllaskagann til atvinnuuppbyggingar af þessu tagi en leggur jafnframt áherslu á að fyrirtækin fari með aðgát og varúð gagnvart fólki og búfé.
4.Framleiðsla kynningarefnis
Málsnúmer 1309286Vakta málsnúmer
Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir framlögð samningsdrög með áorðnum breytingum og felur starfsmanni nefndarinnar að ljúka samningum við Skottu kvikmyndafjelag.
5.Umsagnar óskað um þingsályktunartillögu um hlutdeild sveitarfélaga í veiðigjaldi og tekjum af orkuauðlindum
Málsnúmer 1309292Vakta málsnúmer
Atvinnu- og ferðamálanefnd leggur nú sem fyrr áherslu á réttmæta hlutdeild sjávarbyggða í hvers kyns gjaldtöku af sjávarútvegi og sjávarútvegsfyrirtækjum sem starfa innan þeirra vébanda. Hið sama á við um nýtingu orkuauðlinda og gjaldtöku af þeim notum.
6.Fundargerð stjórnar 18. apríl 2013
Málsnúmer 1305274Vakta málsnúmer
Fundargerð stjórnar Markaðsskrifstofu Norðurlands ehf frá 18.apríl 2013 lögð fram til kynningar á fundi Atvinnu- og ferðamálanefndar.
Fundi slitið - kl. 10:36.