Nýting Gamla Barnaskólans við Freyjugötu
Málsnúmer 1308123
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 305. fundur - 18.09.2013
Afgreiðsla 634. fundar byggðaráðs staðfest á 305. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Atvinnu- og ferðamálanefnd - 92. fundur - 25.09.2013
Atvinnu- og ferðamálanefnd þakkar erindið. Ekki liggur fyrir hver framtíð gamla barnaskólans á Sauðárkróki eða lóðarinnar sem hann stendur á verður þegar flutningum í nýtt húsnæði og tæmingu hússins verður lokið. Hugmyndir Björns Björnssonar og annarra verða hafðar til hliðsjónar þegar að þeirri ákvarðanatöku kemur.
Menningar- og kynningarnefnd - 67. fundur - 23.10.2013
Menningar- og kynningarnefnd þakkar erindið og bókar samhljóða atvinnu- og ferðamálanefnd: Ekki liggur fyrir hver framtíð gamla barnaskólans á Sauðárkróki eða lóðarinnar sem hann stendur á verður þegar flutningum í nýtt húsnæði og tæmingu hússins verður lokið. Hugmyndir Björns Björnssonar og annarra verða hafðar til hliðsjónar þegar að þeirri ákvarðanatöku kemur.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013
Afgreiðsla 92. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013
Afgreiðsla 67. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð áréttar að ekki hefur verið tekin ákvörðun um framtíð fasteignarinnar. Byggðarráð þakkar bréfritara fyrir góðar ábendingar og samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar og einnig til menningar- og kynningarnefndar til umfjöllunar.