Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

3. fundur 06. ágúst 1998 kl. 16:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Atvinnu- og ferðamálanefnd Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur  3 – 06.08.98

 

   Ár 1998, fimmtudaginn 6. ágúst, kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 16,00.

Mættir voru: Stefán Guðmundsson, Brynjar Pálsson, Pétur Valdimarsson og Einar Gíslason  Auk þeirra sat fundinn Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.

 

 

Dagskrá:

  1. Atvinnuráðgjafi.
  2. Bréf frá Jóni Ormari Ormssyni.
  3. Bréf frá Hreini Sigurðssyni.

 

 

Afgreiðslur:

1. Í framhaldi af heimild sveitarstjórnar til atvinnu- og ferðamálanefndar um ráðningu starfsmanns, var stjórn Átaks boðuð á fund nefndarinnar, þeir Árni Ragnarsson, Guðmundur Guðmundsson og Jón Örn Berndsen. Rætt var um hver væri árangursríkasti vettvangurinn til að byggja starfið á. Fram kom að stjórn Átaks telur rétt að boða til almenns fundar í Átaki til að kanna viðhorf fyrir­tækjanna til þátttöku í starfsemi atvinnuþróunarfélags.

Formaður gerði grein fyrir því að hugmyndin væri sú að atvinnu- og ferðamála­nefnd auglýsi eftir forstöðumanni nú þegar.

Atvinnu- og ferðamálanefnd felur formanni og sveitarstjóra að auglýsa starf fram­kvæmdastjóra væntanlegs atvinnuþróunarfélags í Skagafirði.


2. Lagt fram bréf frá Jóni Ormari Ormssyni, þar sem hann drepur á ýmis atriði.

Ákveðið að boða Jón Ormar á fund nefndarinnar.

3. Lagt fram bréf frá Hreini Sigurðssyni, dags. 31. júlí sl., varðandi uppbyggingu niðursuðuiðnaðar á Sauðárkróki.

Atvinnu- og ferðamálanefnd samþ. að frestur sá, er Hreini Sigurðssyni var veittur til stofnunar hlutafélags um niðursuðu á hakkaðri loðnu, verði framlengdur til 1. des. ’98, en að önnur skilyrði varðandi þátttöku í hlutafélagi verði óbreytt.

 

Fleira ekki fyrir tekið. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Stefán Guðmundsson            Snorri Björn Sigurðsson

Einar Gíslason

Brynjar Pálsson

Pétur Valdimarsson