Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

7. fundur 15. september 1998 kl. 08:30 Skrifstofa Skagafjarðar

Atvinnu- og ferðamálanefnd

Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur  7 – 15.09.98

 

  Ár 1998, þriðjudaginn 15. september, kom Atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 8.3o.  Mættir voru: Stefán Guðmundsson, Brynjar Pálsson, Pétur Valdimarsson, Einar Gíslason og Sveinn Árnason, auk Snorra Björns Sigurðssonar, sveitarstjóra.

 

Dagskrá:

  1. Starf forstöðumanns Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar.

 

Afgreiðslur:

1. Formaður greindi frá ferð hans, Brynjars Pálssonar og sveitarstjóra til Reykjavíkur í gær, þar sem rætt var við umsækjendur um starf forstöðumanns Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar. Á fundinn komu forsvarsmenn Átaks, þeir Árni Ragnarsson, Guðmundur Guðmundsson og Jón Örn Berndsen til viðræðna um stöðu málsins og framhaldið.

Ákveðið að ganga til viðræðna við Orra Hlöðversson, viðskiptafulltrúa, um starfið.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Einar Gíslason                                   Snorri Björn Sigurðsson

Sveinn Árnason

Stefán Guðmundsson

Brynjar Pálsson

Pétur Valdimarsson