Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 12 – 13.11.1998
Föstudaginn 13. nóvember 1998 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 8,30.
Mættir voru: Stefán Guðmundsson, Pétur Valdimarsson, Einar Gíslason og Brynjar Pálsson.
Dagskrá:
- Atvinnumál.
- Atvinnuþróunarfélag Skagafjarðar.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Að undanförnu hefur atvinnumálanefnd verið að vinna að flutningi á erlendu framleiðslufyrirtæki til Sauðárkróks. Þann 7. nóv. s.l. komu til landsins tveir fulltrúar frá fyrirtækinu til viðræðna við heimamenn.
Aðstæður voru skoðaðar á Sauðárkróki. Í framhaldi af því fóru fram viðræður milli fulltrúa atvinnumálanefndar ásamt væntanlegum fjárfestum og eigendum fyrirtækisins.
Atvinnumálanefnd hefur fengið Iðntæknistofnun til að vinna að málinu. Arðsemisútekt frá þeim liggur fyrir. Ákveðið að starfsmaður Iðntæknistofnunar fari erlendis til að skoða fyrirtækið.
Atvinnumálanefnd stefnir að því að ljúka málinu um næstu mánaðarmót.
2. Á hluthafafundi Átaks hf. þann 9. nóv. s.l. kynnti atvinnumálanefnd fyrirhugaða stofnun Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar. Í framhaldi af þeim fundi barst bréf frá Átaki þar sem Átak býðst til að vinna með atvinnumálanefndinni að stofnun félagsins. Til samstarfs hefur Átak tilnefnt Guðmund Guðmundsson og Jón Örn Berndsen. Atvinnumálanefnd fagnar því að Átak komi að málinu og samþ. að þeir vinni með nefndinni. Ákveðið að boða fund með þessum aðilum n.k. þriðjudag. Rætt var um Atvinnuþróunarfélagið.
3. Lagt fram til kynningar bréf frá Einari E. Gíslasyni, Syðra-Skörðugili varðandi markaðssetningu á hrossum.
Fundi lauk kl. 11.00.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Einar Gíslason
Stefán Guðmundsson
Pétur Valdimarsson
Brynjar Pálsson