Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 13 – 17.11.1998
Þriðjudaginn 17. nóvember kl. 17.00 kom atvinnu-og ferðamálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar.
Mættir: Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, Pétur Valdimarsson og Stefán Guðmundsson.
Dagskrá:
- Undirbúningur að stofnun Atvinnuþróunarfél. Skagafjarðar.
- Atvinnumál.
Afgreiðslur:
1. Á fundinn komu Guðmundur Guðmundsson og Jón Örn Berndsen frá Átaki, ásamt Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni og Kristjáni Jónassyni til viðræðna við atvinnumálanefnd vegna stofnunar á Atvinnuþróunarfélagi Skagafjarðar. Farið var yfir stöðu mála og ákveðið að stefna að opnum kynningarfundi þann 1. desember n.k. og að félagið verði stofnað í annari viku í desember.
Guðmundur, Jón Örn, Jón Sigfús og Kristján viku nú af fundi.
2. Rætt um ferð til Svíþjóðar vegna athugunar á flutningi fyrirtækis til sauðárkróks.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19.30.
Brynjar Pálsson
Einar Gíslason
Pétur Valdimarsson
Stefán Guðmundsson