Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

15. fundur 11. desember 1998 kl. 13:00 - 14:30 Skrifstofa Skagafjarðar

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar

Fundur  15 – 11.12.1998

 

            Föstudaginn 11. nóvember kl. 13.00 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar.

            Mættir voru: Stefán Guðmundsson, Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, og Pétur Valdimarsson.

 

Dagskrá:

  1. Atvinnumál.
  2. Lokaskýrsla um arðsemisútreikninga fyrir saumastofu á Sauðárkróki.
  3. Tillaga til sveitarstjórnar.

 

Afgreiðslur:

1. Rætt um atvinnumál.

2. Á fundinn kom Kristján M. Ólafsson hagverkfræðingur frá Iðntæknistofnun.  Hann fór yfir arðsemisútreikninga á flutningi fyrirtækis, sem framleiðir töskur fyrir farsíma.  Fyrirtækið er staðsett í Svíþjóð í dag og er fyrirhugað að flytja það til Sauðárkróks.

3. Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að sveitarfélagið leggi fram hlutafé, í hlutafélagi sem stofna á um rekstur saumastofu sem framleiða mun m.a. töskur fyrir GSM síma.  Hlutafjárframlagið verði allt að kr. 6.000.000 þó ekki meira en 30% af heildarhlutafé fyrirtækisins.  Þá samþykkir atvinnu- og ferðamálanefnd að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að væntanlegt hlutafé fái afnot að eignarhlut sveitarfélagsins í húseigninni Borgarflöt 1 frá og með 15. janúar 1999.   Fundi lauk kl. 14.30.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

 

Einar Gíslason

Brynjar Pálsson

Stefán Guðmundsson

Pétur Valdimarsson