Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur 17 – 22.01.1999
Föstudaginn 22.jan. 1999 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar kl. 9.00 á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mættir til fundar: Stefán Guðmundsson, Pétur Valdimarsson, Sveinn Árnason, Brynjar Pálsson og Orri Hlöðversson.
Dagskrá:
- Viðræður við eigendur Höfða hf.
- Viðræður við Rækjunes – Sigurjón Jónsson.
- Atvinnumál.
Afgreiðslur:
1. Á fundinn komu forsvarsmenn Höfða hf. á Hofsósi, þeir Árni Egilsson og Magnús Andrésson. Gerðu þeir nefndarmönnum grein fyrir stöðu og horfum hjá fyrirtækinu.
2. Á fundinn kom Sigurjón Jónsson forsvarsmaður Rækuness. Gerði hann grein fyrir hugmyndum sínum um möguleika á skelvinnslu á Hofsósi í samvinnu við heimaaðila.
3. a) Orri Hlöðversson fór yfir atvinnumál, þó sérstaklega mál er varða samskipti og viðræður er atvinnu- og ferðamálanefnd hefur átt við iðnaðarframleiðendur sem kynnt hafa framleiðslu sína fyrir nefndinni og Orra Hlöðverssyni.
b) Formaður las upp og kynnti tvö bréf frá Hrossaræktarsambandi Skagfirðinga og Jóni Garðarssyni í Neðra-Ási. Samþykkt að óska eftir viðræðum við hestamannafélögin um erindið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið.
Stefán Guðmundsson Elsa Jónsdóttir, ritari
Brynjar Pálsson Orri Hlöðversson
Pétur Valdimarsson
Sveinn Árnason