Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur 22 – 07.04.1999
Miðvikudaginn 7. apríl kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar.
Mættir voru: Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, Pétur Valdimarsson, Stefán Guðmundsson og Sveinn Árnason.
DAGSKRÁ:
- Hestamenn, ferðaleiðir í Skagafirði.
- Málefni Sjávarleðurs.
- Málefni Loðskinns.
- Atvinnuskráning - viðræður við fulltrúa verkalýðsfélaganna.
AFGREIÐSLUR:
1. Á fundinn komu fulltrúar hestamanna í Skagafirði: Björn Sveinsson, Ingimar Pálsson, Jón Garðarsson, Magnús Sigmundsson og Páll Dagbjartsson. Rætt um reiðleiðir í Skagafirði og úrbætur í þeim málum. Ákveðið var að fulltrúar hestamannafélaga í Skagafirði í samstarfi við hagsmunaaðila geri tillögur að reiðleiðum í Skagafirði.
2. Á fundinn kom Friðrik Jónsson framkv.stj. Sjávarleðurs. Friðrik gerði grein fyrir stöðu fyrirtækisins og framtíðaráformum.
3. Á fundinn kom Bjarni Brynjólfsson stjórnarformaður í Loðskinn hf. Bjarni gerði grein fyrir stöðu Loðskinns hf.
4. Á fundinn komu Jón Karlsson og Ásdís Guðmundsdóttir. Rætt um atvinnuleysisskráningu og atvinnuleysi í Skagafirði.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Sveinn Árnason
Stefán Guðmundsson
Brynjar Pálsson
Pétur Valdimarsson
Einar Gíslason