Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

24. fundur 05. maí 1999 Skrifstofa Skagafjarðar

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar

Fundur  24 – 05.05.1999

 

            Miðvikudaginn 5. maí kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mættir voru:  Stefán Guðmundsson, Brynjar Pálsson, Sveinn Árnason og Bjarni R. Brynjólfsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Bleikjueldi.
  2. Erindi frá Rögnvaldi Guðmundssyni ferðamálafræðingi.
  3. Gerð kynningarefnis fyrir Skagafjörð.
  4. Ósk um umsögn vegna tilboðs um kaup á hlut í snjótroðara Skíðafélags Fljótamanna.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Samþykkt að atvinnu- og ferðamálanefnd hefji viðræður við Hólalax hf. og Fiskiðjuna Skagfirðing hf. um könnun á hagkvæmni á bleikjueldi í Skagafirði.


2. Rögnvaldur Guðmundsson hefur óskað eftir að fá að koma á fund nefndarinnar þann 12. maí nk. Samþykkt.

 
3. Kynnt var afgreiðsla menningar-íþrótta- og æskulýðsnefndar á styrkbeiðni vegna gerðar kynningarefnis fyrir Skagafjörð, en nefndin vísaði málinu áfram til atvinnu- og ferðamálanefndar.  Samþykkt að fela formanni að ræða við sveitastjóra um málið.

 
4. Nefndinni hefur borist beiðni um umsögn vegna áforma Skíðafélags Fljótamanna. Samþykkt að fela formanni að afla nánari upplýsinga um stöðu málsins.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

 

Sveinn Árnason

Stefán Guðmundsson

Brynjar Pálsson

Bjarni R. Brynjólfsson