Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur 27 – 02.06.1999
Miðvikudaginn 2. júní kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar í húsnæði Sveitarstjórnar Skagafjarðar.
Mættir voru Stefán Guðmundsson, Brynjar Pálsson, Sveinn Árnason og Bjarni R. Brynjólfsson.
DAGSKRÁ:
- Trausti Sveinsson.
- Samningur Skagafjarðar og Handverksfélagsins Alþýðulistar um fyrirkomulag í upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð.
- Málefni Drangeyjar.
- Eignarhaldsfélag.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Trausti Sveinsson kom á fundinn og kynnti hugmyndir um stofnun hlutafélags til uppbyggingar og reksturs “Fljótagöngunnar”. Í hugmyndunum er gert ráð fyrir uppbyggingu til 5 ára og kostnaði um 20 milljónir króna. Trausti vinnur nú að fjármögnun arðsemisúttektar á verkefninu. Einnig kynnti Trausti lauslega aðrar hugmyndir um atvinnu uppbyggingu í Fljótum.
2. Nefndinni hefur borist ósk um endurskoðun samnings um starfsemi Alþýðulistar í upplýsingamiðstöð ferðamála. Samþykkt að fela formanni að vinna að endurskoðun samnings í samstarfi við formann stjórnar Ferðasmiðjunnar og Alþýðulistar.
3. Nefndin ræddi málefni Drangeyjar og samþykkir að boða Jón Eiríksson til viðræðna um málefni eyjunnar.
4. Rætt var um stofnun eignarhaldsfélags og hver staðan væri í undirbúningi málsins.
5. Önnur mál. Engin.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Stefán Guðmundsson
Brynjar Pálsson
Bjarni R. Brynjólfsson
Sveinn Árnason