Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur 33 – 12.08.1999
Fimmtudaginn 12. ágúst kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.
Mættir voru: Einar Gíslason, Ásdís Guðmundsdóttir og Stefán Gíslason.
DAGSKRÁ:
- Markaðsmál í ferðaþjónustu
- Eignarhaldsfélag
- Hestasport, heimsóknir erlendra hópa til Skagafjarðar
- Bleikjueldi
- Gönguleið
AFGREIÐSLUR:
1. Bjarni Freyr Bjarnason mætti á fundinn. Bjarni gerði grein fyrir heimsókn til 14 ferðaskrifstofa ásamt samgönguráðuneyti og Ferðamálaráði Íslands á Akureyri.
Tilgangur ferðarinnar var að heyra viðhorf þessara aðila til ferðaþjónustu í Skagafirði og fá ráðleggingar um það hvernig best væri að þróa ferðamál í héraðinu í nánustu framtíð. Mikil umræða varð um markaðsmál i ferðaþjónustu í Skagafirði
2. Orri Hlöðversson mætti á fundinn. Borist hefur bréf frá Hring, atvinnuþróunarfélagi Skagafjarðar ásamt bréfi frá Kaupþingi Norðurlands varðandi eignarhaldsfélag (fjárfestingafélag). Í framhaldi af því leggur atvinnu- og ferðamálanefnd til að könnuð verði stofnun á eignarhaldsfélagi á Norðurlandi í samvinnu við sveitarfélög á Norðurlandi, Byggðastofnun, Kaupþing Norðurlands og fyrirtæki.
3. Ákveðið að kalla forsvarsmenn Hestasports til fundar varðandi málið.
4. Stefán Guðmundsson gerði grein fyrir viðræðum við PriceWaterHouse Coopers varðandi arðsemisathugun á bleikjueldi í Skagafirði.
5. Stefán Guðmundsson sagði frá gönguleið að Óskatjörn í Tindastól um s.l. helgi. Alls fóru 65 manns að Óskatjörninni. Rætt um að stefna að sambærilegri ferð á næsta ári.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Stefán Guðmundsson Bjari Freyr Bjarnason
Ásdís Guðmundsdóttir
Einar Gíslason