Atvinnu- og ferðamálanefnd
Dagskrá
1.Matarkistan Skagafjörður - rekstur 2008
Málsnúmer 0801038Vakta málsnúmer
Guðrún Brynleifsdóttir nýráðinn verkefnastjóri á Markaðs- og þróunarsviði fór yfir drög að verkáætlun Matarkistunnar fyrir árið 2008.Næsta verkefni Matarkistunnar er að þátttaka í Food and fun í Norræna húsinu í næstu viku.Guðrún Brynleifsdóttir vék af fundi.
2.Lýðheilsuskóli í Varmahlíð
Málsnúmer 0801025Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun fyrir Lýðheilsuskóla sem Capacent vann fyrir nefndina.
3.Framlög skv. fjárlögum 2008 v.basalttrefja
Málsnúmer 0802013Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Fjárlaganefnd vegna basalttrefjavinnslu, dags, 25. janúar. Nefndin samþykkir að fjárveiting á fjárlögum 2008 til verkefnisins upp á kr. 6.000.000 renni til Hátækniseturs Íslands. Sviðsstjóra falið að óska eftir greiðslu styrksins.
4.Styrkumsóknir - yfirlit
Málsnúmer 0802056Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað frá atvinnuráðgjafa SSNV með upplýsingum um umfang styrkumsókna það sem af er ári.
5.Hugmyndir til NV nefndar
Málsnúmer 0802054Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri lagði fram til kynningar þær tillögur sem sveitarfélagið skilaði til Norðvesturnefndar ríkisstjórnarinnar.
6.Þriggja fasa rafmagn á landsbyggðinni - endurmat á þörf
Málsnúmer 0801103Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri lagði fram til kynningar svarbréf til iðnaðarráðuneytis vegna þriggja fasa rafmagns í dreifbýli, dags. 30. janúar.
7.Náttúruminjasafn Íslands
Málsnúmer 0802055Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dags. 7. jan. 2008 frá Náttúruminjasafni Íslands, svar við bréfi frá Atvinnu- og ferðamálanefnd varðandi staðsetningu Náttúruminjasafn Íslands sem sent var árið 2004.Nefndin þakkar fyrir bréfið og ítrekar vilja til þess að taka við Náttúruminjasafninu komi það til álita á síðari stigum.
Fundi slitið - kl. 14:20.