Þriggja fasa rafmagn á landsbyggðinni - endurmat á þörf
Málsnúmer 0801103
Vakta málsnúmerLandbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 131. fundur - 21.01.2008
Umsögn um þriggja fasa rafmagnsvæðingu í Skag.
Samkv. lið 5 í fundargerð Landb.nefndar dags. 5. des. sl. var samþ. að afla upplýsinga um svæði og býli í Skagafirði sem eru án þriggja fasa rafmagns.
Einar lagði fram upplýsingar frá Rarik um býli í Skagafirði sem tengingu hafa frá Rarik. Ljóst er að fjöldi býla er með 1 fasa rafmagn, m.a. öll býli á Skaga. Einar lagði fram drög að svari við bréfi Iðnaðarráðuneytis, dags. 20. nóv. 2007, sem nefndin samþykkti. Gengið verður síðan frá svarbréfinu í samráði við sveitarstjórn.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 421. fundur - 07.02.2008
Lagt fram til kynningar svarbréf frá sveitarfélaginu til iðnaðarráðuneytisins varðandi mat á því hvar sé mest og brýnust þörf á tengingu við þriggja fasa rafmagn.
Atvinnu- og ferðamálanefnd - 35. fundur - 14.02.2008
Sviðsstjóri lagði fram til kynningar svarbréf til iðnaðarráðuneytis vegna þriggja fasa rafmagns í dreifbýli, dags. 30. janúar.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 222. fundur - 26.02.2008
Afgreiðsla fundar atvinnu- og ferðamálanefndar 14.02.2008 staðfest á 222. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.