Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

38. fundur 08. maí 2008 kl. 15:00 - 16:15 í Ráðhúsinu
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Uppbygging að Reykjum, Reykjaströnd - styrkumsókn

Málsnúmer 0803064Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Benedikts Sigurðssyni þar sem hann óskar eftir styrk til að hefja ferðaþjónustu á Reykjum. Nefndin sér sér ekki fært að verða við erindinu eins það liggur fyrir.

2.Jónsmessuhátíð Hofsósi 2008

Málsnúmer 0802087Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Jónsmessufélaginu í Hofsósi þar sem óskað er eftir styrk til kynningar á Jónsmessuhátíðinni í Hofsósi. Nefndin samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 150.000 af lið 13090.

3.Tjaldsvæðið í Varmahlíð - rekstur

Málsnúmer 0801029Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Sigurði Skagfjörð þar sem hann óskar eftir viðræðum um það að taka að sér rekstur tjaldsvæðisins í Varmahlíð. Sviðsstjóra falið að ræða nánar við hann um málið.

4.Matarkistan Skagafjörður - umsókn um styrk vegna mótvægisaðgerða

Málsnúmer 0805033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svar frá Iðnaðaráðuneyti við styrkumsókn vegna mótvægisaðgerða í ferðaþjónustu. Ákveðið hefur verið að styrkja verkefnið um kr. 1.500.000 til kynningar- og markaðsstarfs. Nefndin fagnar ákvörðun ráðuneytisins.

5.Kynningarefni fyrir ferðamenn

Málsnúmer 0805032Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti drög að nýjum bæklingi um Skagafjörð fyrir ferðamenn á íslensku. Stefnt að útgáfu bæklingsins í maímánuði. Vinna við erlenda útgáfu af bæklingum er hafin. Bæklingurinn er unninn af Jóni Þór Bjarnasyni ferðamálafræðingi með aðstoð sérstakrar ritnefndar sem Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði tilnefndi fulltrúa í. Stefnt er að opnun vefsíðu um ferðamöguleika í Skagafirði í ágúst.

6.Staða fjármála á liðum Atvinnu- og ferðamálanefndar 1. maí 2008

Málsnúmer 0805034Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri lagði fram stöðu á fjárhagsliðum sem heyra undir Atvinnu- og ferðamálanefnd þann 1. maí sl.

Fundi slitið - kl. 16:15.