Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur 34 – 08.09.1999
Miðvikudaginn 08.09.1999, kom atvinnu- og ferðamálanefnd til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 815.
Mættir voru: Stefán Guðmundsson, Rósa Vésteinsdóttir, Brynjar Pálsson og Árni Egilsson.
DAGSKRÁ FUNDAR:
Staða virkjunarmála í Skagafirði.
Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
Árni Egilsson kynnti stöðu mála í virkjunarmálum. Sagði frá hvað stjórn hefði verið að starfa við. Ýmsar leiðir höfðu verið kannaðar og upplýsinga leitað hjá fagmönnum og stofnunum. Kom fram hjá Árna að unnið væri á fullu við málið en gengi misvel.
Ákveðið var að ræða við Bjarna Frey um hugsanlega ráðningu Bjarna í hlutastarf vegna kynninga og sölu ferða um Skagafjörð sem hann hafði unnið við nú í vor og sumar. Formanni falið að ræða við Bjarna.
Formaður reifar málefni Svartár, hvort hugsanlegt sé að ná eigendum saman til viðræðna um rekstur árinnar og uppbyggingu.
Rætt um ferðamál í Fljótum og aðstæður vegna Drangeyjaferða. Ákveðið að ferðamálanefnd fari viðræðu og skoðunarferð í Fljót og á Reykjaströnd.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 945.
../kb
Fundur 34 – 08.09.1999
Miðvikudaginn 08.09.1999, kom atvinnu- og ferðamálanefnd til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 815.
Mættir voru: Stefán Guðmundsson, Rósa Vésteinsdóttir, Brynjar Pálsson og Árni Egilsson.
DAGSKRÁ FUNDAR:
Rætt um ferðamál í Fljótum og aðstæður vegna Drangeyjaferða. Ákveðið að ferðamálanefnd fari viðræðu og skoðunarferð í Fljót og á Reykjaströnd.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 945.
Stefán Guðmundsson Brynjar Pálsson Rósa María Vésteinsdóttir |