Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

107. fundur 24. júlí 2024 kl. 12:00 - 12:45 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Á 28. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 19. júní 2024, var samþykkt að veita byggðarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar, skv. III. kafla 8. gr. samþykkta sveitarfélagsins. Sumarleyfið hefst 20. júní og lýkur 21. ágúst 2024.

Fundað var í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Úthlutun byggðakvóta 2023-2024

Málsnúmer 2312020Vakta málsnúmer

Smábátafélagið Drangey sendi byggðarráði erindi þann 18. júlí sl. vegna sérreglna við úthlutun byggðakvóta. Í erindinu fara forsvarsmenn Drangeyjar þess á leit við byggðarráð að sótt verði um undanþágu frá vinnsluskyldu í ljósi þess að vinnsla FISK seafood er lokuð og vandkvæðum háð fyrir smábátasjómenn að landa mótframlagi við byggðakvóta undir þeim kringumstæðum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita undanþágu frá vinnsluskyldu byggðakvóta og mótframlags á meðan að vinnsla FISK seafood er lokuð, til og með 18. ágúst 2024. Byggðarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og framkvæmdasviðs að senda inn breytingu á sérreglum þess efnis til ráðuneytis.

Fundi slitið - kl. 12:45.