Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Úthlutun byggðakvóta 2023-2024
Málsnúmer 2312020Vakta málsnúmer
Smábátafélagið Drangey sendi byggðarráði erindi þann 18. júlí sl. vegna sérreglna við úthlutun byggðakvóta. Í erindinu fara forsvarsmenn Drangeyjar þess á leit við byggðarráð að sótt verði um undanþágu frá vinnsluskyldu í ljósi þess að vinnsla FISK seafood er lokuð og vandkvæðum háð fyrir smábátasjómenn að landa mótframlagi við byggðakvóta undir þeim kringumstæðum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita undanþágu frá vinnsluskyldu byggðakvóta og mótframlags á meðan að vinnsla FISK seafood er lokuð, til og með 18. ágúst 2024. Byggðarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og framkvæmdasviðs að senda inn breytingu á sérreglum þess efnis til ráðuneytis.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita undanþágu frá vinnsluskyldu byggðakvóta og mótframlags á meðan að vinnsla FISK seafood er lokuð, til og með 18. ágúst 2024. Byggðarráð felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og framkvæmdasviðs að senda inn breytingu á sérreglum þess efnis til ráðuneytis.
Fundi slitið - kl. 12:45.
Fundað var í gegnum fjarfundarbúnað.