Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Fundir með fjárlaganefnd
Málsnúmer 1110064Vakta málsnúmer
2.Fjárhagsáætlun 2012
Málsnúmer 1109011Vakta málsnúmer
Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun.
3.Bakkaflöt lóð - Umsókn um rekstrarleyfi
Málsnúmer 1107009Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigurðar Friðrikssonar f.h. Birkikvistar sf., um rekstrarleyfi fyrir smáhýsi að Bakkaflöt, 560 Varmahlíð. Gististaður - flokkur II. Gistiskáli, herbergi með baði.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
4.KS Varmahlíð- umsókn um rekstrarleyfi
Málsnúmer 1110243Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Péturs Stefánssonar f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir veitingastofu í húsnæði Kaupfélags Skagfirðinga, 560 Varmahlíð. Veitingastaður - flokkur II.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
5.Rekstrarupplýsingar 2011 - sveitarsjóður og stofnanir
Málsnúmer 1105163Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana fyrir tímabilið janúar-september 2011.
Fundi slitið - kl. 10:40.
Sigfús Ingi Sigfússon sat fundinn undir þessum dagskrárlið varðandi fund byggðarráðs með fjárlaganefnd föstudaginn 4. nóvember 2011 í Reykjavík. Farið yfir gögn sem afhenda á nefndarmönnum fjárlaganefndar.