Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2012

Málsnúmer 1109011

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 569. fundur - 27.10.2011

Lögð fram vinnugögn vegna fjárhagsáætlunargerðar 2012.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 570. fundur - 03.11.2011

Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 572. fundur - 17.11.2011

Unnið með gögn vegna fjárhagsáætlunar 2012. Samþykkt að leggja fram fjárhagsramma fyrir árið 2012 til nefnda og sviða, sem gerir ráð fyrir að aðalsjóður verði rekinn með 23 milljón króna rekstrarafgangi og A-hluti samtals með 26 milljón króna halla. Samstæða A og B hluta verði rekin með 1.689 þús. króna rekstrarafgangi.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 179. fundur - 22.11.2011

Félags-og tómstundanefnd hefur fjallað um fjárhagsramma Byggðaráðs til Frístundasviðs uppá 262.001.000- Nefndin leggur áherslu á að staðið verði vörð um forvarnastarf, starf með börnum og unglingum, ungu fólki, eldri borgurum. Að fjölskyldan verði í fyrirrúmi. Félags-og tómstundanefnd leggur til við Byggðaráð að fjárhagsrammi frístundasviðs við fjárhagsáætlunargerð næsta árs nemi 265.500.000,-, þar af er innri leiga 120.216.000. Nefndin ítrekar að inn í þá tölu vantar innri leigu fyrir skíðasvæðið, 2.772.000. Lagt er til við Byggðaráð að gjaldskrá sundlauga verði hækkuð þannig að gjald fyrir aðgang fullorðinna verði 500.- í stað 400.- Með því ættu tekjur að aukast um 2,0 milljónir. Lagðar eru til breytingar á afgreiðslutíma sundlauga yfir vetrartímann og skipulagsbreytingum í starfsmannamálum sem munu lækka launakostnað. Ekki mun þó koma til uppsagna. Samningur við Flugu vegna reiðhallarinnar Svaðastaða rennur út í árslok og er því ekki hluti af þessari áætlun.

Félagsmálastjóri kom á fundinn og kynnti fjárhagsáætlunargerð innan síns málaflokks. Nefndin felur honum að koma með nánari útlistun á einstökum liðum málaflokksins þar sem málefni fatlaðra eru aðgreind frá öðrum rekstri málaflokksins í ljósi þess að þau eiga að hafa jöfnuð milli tekna og útgjalda.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 573. fundur - 24.11.2011

Fjárhagsáætlun 2012 rædd. Ákveðið að hafa fund mánudaginn 28. nóvember n.k., kl. 17:00.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011

Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012 , samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011

Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012 , samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011

Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012 , samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011

Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012 , samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011

Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012 , samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 284. fundur - 30.11.2011

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árið 2012 lögð fram til fyrri umræðu. Áætlunin gerir ráð fyrir að A-hluti sveitarfélagsinws verði rekinn með 26.563 þús. króna halla. Samstæða A og B hluta verði rekin með 1.689 þús. króna rekstrarafgangi. Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2012 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Var það samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 574. fundur - 01.12.2011

Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn sveitarstjórnarfulltrúarnir Bjarki Tryggvason og Sigríður Svavarsdóttir. Eftirtaldir sviðsstjórar komu til viðræðu við fundarmenn um fjárhagsáætlun 2012; Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs, Gunnar Sandholt félagsmálastjóri og Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 180. fundur - 07.12.2011

Fjárhagsáætlun félagsmálaliða rædd. Stefnt að lokaafgreiðslu þriðjudaginn 13. desember 2011.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 181. fundur - 13.12.2011

Félags og tómstundanefnd samþykkir samhljóða og leggur til við Byggðaráð að áætlaður rammi félagsmálaliða verði hækkaður um kr 9.126.000 frá upphaflegum ramma Byggðaráðs og verði því kr 144.463.000. Gert er ráð fyrir að tekjur og útgjöld vegna málefna fatlaðra standist á.

Félags-og tómstundanefnd samþykkir og vísar til Byggðaráðs:

1) að viðmiðun grunnupphæðar fjárhagsaðstoðar verði óbreytt, 82% af lágmarksatvinnuleysisbótum, þannig að grunnfjárhæð hækkar úr kr. 124.500 í kr. 132.450 .

2) að gjaldskrá vegna niðurgreiðslu dagvistar á einkaheimilum verði óbreytt. Gjaldskrá verði yfirfarin í byrjun árs með hliðsjón af framboði leikskólaplássa.

3) að gjald fyrir unna vinnustund í heimaþjónustu verði miðað við launaflokk 123-1 skv. samningum Starfsmannafélags Skagafjarðar, 6% persónuálag, kr.1.943 í stað 1.841 kr .

4) að daggjald notenda í dagvist aldraðra verði hækkað úr 1.150 kr í kr. 1.200.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 576. fundur - 15.12.2011

Unnið með gögn varðandi fjárhagsáætlun ársins 2012. Fjárhagsáætlunin verður afgreidd næsta mánudag frá ráðinu til sveitarstjórnar til síðari umræðu. Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom á fundinn undir þessum dagskrárlið.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 577. fundur - 19.12.2011

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2012 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.

Byggðarráð samþykkir að senda fjárhagsáætlun 2012 með áorðnum breytingum til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012, samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Afgreiðsla 575. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Afgreiðsla 576. fundar byggðaráðs staðfest á 285. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012, samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012, samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Forseti leggur til afgreiðsla þessa liðar verði tekin fyrir undir liðnum Fjárhagsáætlun 2012, samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 285. fundur - 21.12.2011

Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri flutti greinargerð vegna fjárhagsáætlunar 2012 og kynnti áætlunina, sem vísað var frá 577. fundi byggðarráðs til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Rekstrartekjur A-hluta eru áætlaðar 2.954.356 þús.kr. og rekstrargjöld án fjármagnsliða 2.850.200 þús.kr. Fjármagnsliðir 150.639 þús.kr. til gjalda. Rekstrarhalli ársins 46.482 þús.kr.

Samantekin áætlun fyrir A og B-hluta sveitarsjóðs gerir ráð fyrir tekjum að upphæð kr. 3.398.536 þús.kr., rekstrargjöldum án fjármagnsliða 3.117.786 þús.kr. og fjármagnsliðum til gjalda 231.548 þús.kr. Rekstrarafgangur ársins 49.202 þús. krónur. Handbært fé frá rekstri er áætlað að verði 112.032 milljónir króna í A-hluta, en 354.580 milljónir króna í samstæðunni í heild.

Fjárfesting samstæðunnar er áætluð samtals 265.607 milljónir króna, sala eigna 65 milljónir króna, afborganir lána 296 milljónir króna og ný lántaka 196 milljónir króna.

Þorsteinn Tómas Broddason kvaddi sér hljóð, þá Sigurjón Þórðarson fulltrúi frjálslyndra og óháðra lagði fram eftirfarandi tillögu.

Breytingartillaga Sigurjóns Þórðarsonar.

1) Framkvæmdum á svæði við Sauðá verði slegið á frest og þeim 18 milljónum verði varið við framkvæmdir við Safnahús m.a. að tryggja aðgengi fatlaðra að safnahúsinu.

2) 9 af þeim 10 milljónum sem ætlað er í hönnunar viðbyggingar verði frekar varið til viðhalds við Árskóla við Freyjugötu og viðhalds við sundlaugina á Sauðárkróki.

Greinagerð:

Miklir fjármundir hafa farið á umliðnum áratug í hönnun og skýrslugerð í tengslum við stækkun Árskóla. Miðað við þær hugmyndir sem nú eru uppi í sveitarstjórn um viðbyggingu, þá er ljóst að hönnunarkostnaður fyrri ára mun ekki nýtast. Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar ber augljóslega með sér að fjárhagurinn leyfir ekki stórframkvæmdir og aukna skuldsetningu og því er óráðlegt að leggja út í hönnun á einhverju sem ekki er innistæða fyrir. Hætt er við því að hönnunarvinna lendi upp á hillu með fyrri skýrslum. Miklu nær er að halda við mannvirkjum sem kalla aukið viðhald og setja síðan raunhæfa hönnunarvinnu af stað þegar fjárhagur sveitarfélagsins leyfir svo.?

Sigurjón óskar ennfremur bókað:

?Á árinu 2011 boðaði meirihluti VG og Framsóknaflokks hagræðingu á rekstri sveitarfélagsins og í því tilefni var skipuð sérstök sérfræðinganefnd og síðan enn önnur pólitísk nefnd einungis á vegum meirihlutans. Raunverulegur afrakstur þessarar vinnu hefur hingað til verið lítill sem enginn. Engin gögn liggja fyrir opinberlega eða hjá sveitarstjórnarfulltrúa um vinnu nefndanna. Engu að síður blasir við að nauðsynlegt er að endurskipuleggja yfirstjórn sveitarfélagsins en samkvæmt samþykktum sveitarfélagsins eru svið sveitarfélagsins 3 en sviðsstjórar 6.

Raunveruleg vinna við gerð fjárhagsáætlunar hófst ekki fyrr en langt var liðið á árið og tóku fulltrúar Frjálslyndra og óháðra þátt í þeirri vinnu. Rétt er að þakka öðrum sveitarstjórnarfulltrúum og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir gott samstarf við gerð áætlunarinnar. Lítið eða ekkert samráð var haft við minnihlutann um framkvæmda og viðhaldsáætlun.

Enn eru lausir endar um hvernig og hvaða leiðir eigi að fara til að ná fram settum markmiðum sem fram koma í áætluninni og þess vegna mun fulltrúi Frjálslyndra og óháðra ekki greiða áætluninni atkvæði sitt.?

Jón Magnússon kvaddi sér hljóðs, þá Stefán Vagn Stefánsson,

Jón Magnsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.

Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir óska bókað.

?Sjálfstæðismenn hafa frá upphafi yfirstandandi kjörtímabils lagt á það ríka áherslu, að ná tökum á rekstrarkostnaði sveitarfélagsins til að draga úr skuldasöfnun sveitarsjóðs. Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 ber þess merki, að höfundar hennar eru nú á sama máli og ber áætlunin því vott um aukið aðhald í rekstri. Þessu ber að fagna svo og þeim vinnubrögðum sem beitt var við vinnslu áætlunarinnar.

Fjárhagsáætlun er í raun markmiðasetning um árangur sem ætlað er að ná yfir ákveðið tímabil. Krefjandi vinna er því framundan strax á nýju ári við framkvæmd þeirrar áætlunar sem hér er lögð fram. Sjálfstæðismenn hafa enga sannfæringu um að núverandi meirihluta sveitarstjórnar takist að ná þeim markmiðum, sem fram koma í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun ársins 2012. Af þeim sökum munum við sitja hjá við afgreiðslu hennar.?

Sigurjón Þórðarson tók til máls. Þorsteinn Tómas Broddason kvaddi sér hljóðs og lagði frameftirfarandi bókun.

?Eftir ágætt samstarf við minnihluta sveitarstjórnar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012, hefur meirihluti Framsóknarmanna og Vinstri-Grænna ákveðið að setja í forgang kostnaðarsamar framkvæmdir við umhverfisbætur við Sauðá. Átján milljónir eða 9% alls fjármagns til nýframkvæmda Sveitarfélagsins á árinu 2012 fer í þetta verkefni samkvæmt framkvæmdaáætluninni á sama tíma og dregið er úr þjónustu við íbúa sveitarfélagsins í nafni hagræðingar og aðrar nýframkvæmdir og viðhaldsverkefni eru látin sitja á hakanum. Ákvarðanir sem þessar benda ekki til þess að hagsmunir íbúa sveitarfélagsins sé í fyrirrúmi.

Þessi forgangsröðun verkefna hjá meirihlutanum er að mínu mati algjörlega óásættanleg og mun ég því sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.?

Þorsteinn Tómas Broddason

Fulltrúi Samfylkingarinnar í Skagafirði

Stefán Vagn Stefánsson tók til máls og lagði fram bókun frá fulltrúum meirihlutans.

?Markverður árangur er að nást í rekstri sveitarfélagsins þrátt fyrir mikinn samdrátt og erfiðleika í íslensku samfélagi sem bitnað hefur á Skagafirði sem öðrum svæðum á landinu. Í fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2012 er gert ráð fyrir umtalsverðum rekstrarafgangi á árinu. Rekstrarhagnaður A og B hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 416 milljónir, afskriftir nema 135 milljónum og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 232 milljónum. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A og B hluta er því áætluð samtals 49 millj.króna hagnaður.

Fram undan er áframhaldandi vinna við að ná fram hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins og stofnana þess, mikilvægt er að lögð verði áhersla á að verja grunnþjónustuna. Lögbundin verkefni á sviði fræðslu- og velferðarmála njóta forgangs og mikilvægt að breið samstaða sé um það.

Fjárhagsáætlun fyrir 2012 sýnir þá samstöðu sem ríkt hefur í nefndum um gerð hennar enda er hún afrakstur sameiginlegrar vinnu allra kjörinna fulltrúa óháð flokkslínum og telur meirihlutinn það sýna mikinn styrk.

Meirihlutinn vill færa starfsfólki sveitarfélagsins, kjörnum fulltrúum og nefndarfólki þakkir fyrir gott samstarf við þá vinnu sem að baki er við að ná fram sparnaði og auknu hagræði í rekstri. Ber að þakka þann árangur sem þegar hefur náðst en jafnframt brýna menn áfram til góðra verka í þeirri vinnu sem framundan er.?

Viggó Jónsson kvaddi sér hljóðs.

Breytingartillaga Sigurjóns Þórðarsonar borin undir atkvæði, felld með sjö atkvæðum gegn einu, einn sat hjá.

Fjárhagsáætlun 2012 borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.