Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

552. fundur 14. apríl 2011 kl. 09:00 - 09:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Sigríður Svavarsdóttir varam.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Stofnfjáraðili - styrktarumsókn

Málsnúmer 1103049Vakta málsnúmer

Erindi frá Sérfræðingunum ses., þar sem sveitarfélaginu er boðið að gerast stofnfjáraðili að félaginu með því að greiða framlag sem nemur 50 krónum pr. íbúa sveitarfélagsins. Markmið félagsins er að koma af stað starfsemi á Íslandi til að nálgast einstaklinga á einhverfurófinu, greina styrkleika þeirra og síðan kenna þeim og þjálfa til virkrar atvinnuþátttöku. Erindið var sent til félags- og tómstundanefndar til umsagnar og bókar hún eftirfarandi á 171. fundi sínum:

"Nefndin telur að hér sé um gott málefni að ræða en í ljósi fjárhagsramma nefndarinnar telur nefndin ekki svigrúm til að forgangsraða þessu verkefni með þeim hætti sem hér er sótt um."

Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

2.Framlenging samnings v/sundlaugar Steinsstöðum

Málsnúmer 1104091Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá forsvarsmönnum Ferðaþjónustunnar Steinsstöðum þar sem þau óska eftir framlengingu á núgildandi samningi um leigu á sundlauginni á Steinsstöðum, um eitt ár.

Byggðarráð samþykkir að framlengja núverandi samning um eitt ár, til 15. maí 2012 og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.

3.Ósk um erindi á Byggðaráðsfund

Málsnúmer 1104085Vakta málsnúmer

Niðurstaða ráðgjafahóps um hagræðingu hjá sveitarfélaginu rædd að beiðni Sigurjóns Þórðarsonar.

4.Ársfundur Stapa - lífeyrissjóðs

Málsnúmer 1104072Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð um ársfund Stapa - lífeyrissjóðs, fimmtudaginn 12. maí 2011 í Skjólbrekku, Mývatnssveit.

Byggðarráð samþykkir að fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum verði Bjarki Tryggvason.

5.Árskóli. Staða mála varðandi nýframkvæmdir og endurbætur á eldra húsnæði

Málsnúmer 1103151Vakta málsnúmer

Stefán Vagn Stefánsson kynnti stöðu mála varðandi nýframkvæmdir við Árskóla og endurbætur á eldra húsnæði.

6.Ályktun 15. sambandsþings

Málsnúmer 1104069Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun frá 15. sambandsþingi Íþróttasambands fatlaðra.

7.Vestari-Hóll 146916 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.

Málsnúmer 1103190Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem tilkynnt er um aðilaskipti að landi, jörðinni Vestari-Hóli landnúmer 146916. Seljandi er Sigmundur Jónsson. Kaupendur eru Bryndís Héðinsdóttir og Sigmundur Magnússon.

Fundi slitið - kl. 09:45.