Fara í efni

Byggingarnefnd Árskóla - 1. fundur

Málsnúmer 1103151

Vakta málsnúmer

Byggingarnefnd Árskóla - 1. fundur - 21.03.2011

Herdís, Óskar og Jón Örn fóru yfir stöðu húsnæðisins eins og það er nú og rifjuðu upp áform og vinnu fyrri byggingarnefndar. Jón Örn fór yfir teikningar að nýbyggingu og reifaði nauðsynlegar úrbætur á eldra húsnæði og lóð. Starfsmönnum falið að yfirfara þarfagreiningu og forgangsraða verkefnum fyrir næsta fund. Rætt um að nauðsynlegt sé að hitta arkitekta sem fyrst.

Byggingarnefnd Árskóla - 2. fundur - 07.04.2011

Farið yfir tillögur frá 1998 og 2009. Ýmsar útfærslur á nýbyggingu og endurbótum ræddar. Ákveðið að skoða möguleika á viðbyggingu ofan á núverandi byggingar og meta það rými sem gæfist við þá framkvæmd. Einnig rætt að skoða möguleika á byggingu salar að austanverðu sem myndi til að byrja með hýsa skólastofur til kennslu. Áhersla er lögð á að skoða möguleika á áfangaskiptingu verksins. Skoða þarf möguleika á færslu spennistöðvarinnar.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 552. fundur - 14.04.2011

Stefán Vagn Stefánsson kynnti stöðu mála varðandi nýframkvæmdir við Árskóla og endurbætur á eldra húsnæði.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 277. fundur - 02.05.2011

Afgreiðsla 552. fundar byggðaráðs staðfest á 277. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 562. fundur - 11.08.2011

Afgreiðsla 1. fundar byggingarnefndar Árskóla staðfest á 562. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 562. fundur - 11.08.2011

Afgreiðsla 2. fundar byggingarnefndar Árskóla staðfest á 562. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.