Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Kauptilboð í Lækjarbakka 3, 214-1649
Málsnúmer 1311031Vakta málsnúmer
2.Tillaga - tímabundin niðurfelling gatnagerðargjalda
Málsnúmer 1311032Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að framlengja frá og með 1. júlí 2013 samþykkt um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda af byggingum íbúðarhúsnæðis af hálfu einstaklinga og verktaka á lóðum við þegar tilbúnar götur á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Verði það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga nr. 153/2006. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í sveitarstjórn og varir til 1. júlí 2014. Ákvæðið er ekki afturvirkt og miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka.
3.Smábátahöfn - flotbryggjur
Málsnúmer 1212094Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Seaflex AB og Króla ehf varðandi úrbætur til að minnka hreyfingu á flotbryggjum sem skapast vegna undiröldu sem kemur inn í smábátahöfnina. Áætlaður kostnaður 3,7 milljónir króna með VSK.
4.Selá 145907 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.
Málsnúmer 1310335Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 30. október 2013, þar sem tilkynnt er um aðilaskipti að landi, Selá, landnúmer 145907. Seljandi er Hreinn Guðjónsson, kt. 071237-2149 og kaupandi er Matklettur ehf. kt. 680708-0530.
Fundi slitið - kl. 09:42.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tilboðsgjöfum gagntilboð í samræmi við það sem rætt var á fundinum.