Fara í efni

Smábátahöfn - flotbryggjur

Málsnúmer 1212094

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 81. fundur - 23.01.2013

Farið yfir stöðu mála vegna framkvæmda við smábátahöfnina Suðurgarð. Boðnar hafa verið út alls 120 m af steinsteyptum flotbryggjueiningum ásamt búnaði sem koma á fyrir smábátahöfnínni við Suðurgarð ásamt 20 m steypueiningu samkvæmt útboðsgögnum unnum af Siglingastofnun. Í gangi eru framkvæmdir við dýpkun, grjótvörn og raflagnir. Heildarverklok þessara verkþátta áætluð 15 júní 2013.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 297. fundur - 30.01.2013

Afgreiðsla 81. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 297. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 82. fundur - 06.02.2013

Lagt fram til kynningar bréf sem yfirhafnarvörður sendi öllum smábátaeigendum skráðum á Sauðárkróki vegna gjaldtöku á nýrri flotbryggju.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 298. fundur - 20.02.2013

Afgreiðsla 82. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 298. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 83. fundur - 27.02.2013

Lögð fram tilboð vegna nýrrar flotbryggju við Suðurgarð. Fimm tilboð bárust í allt og 3 frávikstilboð. Lægsta tilboð var frá Króla ehf. Samþykkt var að ganga til samninga við Króla ehf.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 299. fundur - 26.03.2013

Afgreiðsla 83. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 299. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 84. fundur - 17.04.2013

Samþykkt að leggja til notkun á Seaflex ankerum við öldubrjót og skrúfuankerum í stað steyptra festa.
Heildarkostnaðarauki er um 4.270.000.-
Vísað til byggðarráðs til samþykktar og afgreiðslu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 624. fundur - 15.05.2013

Erindinu vísað frá 84. fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Svo hljóðandi bókun var gerð á fundinum:
"Samþykkt að leggja til notkun á Seaflex ankerum við öldubrjót og skrúfuankerum í stað steyptra festa. Heildarkostnaðarauki er um 4.270.000.- Vísað til byggðarráðs til samþykktar og afgreiðslu." Undir þessum dagskrárlið sat Indriði Þór Einarsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs fundinn og kynnti framkvæmdina og framgang hennar.
Byggðarráð staðfestir ákvörðun 84. fundar umhverfis- og samgöngunefndar og samþykkir að gerður verið viðauki við fjárhagsáætlun 2013, þannig að fjárfestingaliður Hafnarsjóðs Skagafjarðar verði hækkaður um 4.270.000 kr. og fjármagnaður með lántöku.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 301. fundur - 15.05.2013

Afgreiðsla 84. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 301. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 303. fundur - 20.06.2013

Afgreiðsla 624. fundar byggðaráðs staðfest á 303. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 126. fundur - 25.06.2013

Formleg opnun
Smábátahöfn verður formlega opnuð sunnudaginn 30.júní n.k.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 86. fundur - 27.06.2013

Kynnt voru áform um formlega opnun smábátahafnar, sunnudaginn 30. júní nk. kl 13:00 í tengslum við Lummudaga.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 629. fundur - 27.06.2013

Formleg opnun á smábátahöfn kl. 13 á sunnudag 30.júní n.k.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 631. fundur - 18.07.2013

Afgreiðsla 86. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 631. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 88. fundur - 27.09.2013

Farið var yfir ýmis mál varðandi smábátahöfnina.
Meiri hreyfing virðist vera á flotbyggjunum heldur en gert var ráð fyrir, sérstaklega á þetta við um stærri bryggjuna, öldubrjótinn. Hreyfingin virðist aðallega vera af völdum undiröldu sem nær inni í höfnina.
Samkvæmt mælingum Siglingastofnunnar frá í vor hefur vasi sem dýpkaður var framan við brimbrjótinn fyllst upp með sandi. Samkvæmt þeim sem til þekkja leiðir þetta til þess að alda leitar frekar inn í höfnina.
Ákveðið var að leita til Samgöngustofu vegna þessa.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 89. fundur - 29.10.2013

Eftir að smábátahöfnin var tekin í notkun hefur komið í ljós að meiri hreyfing er á flotbryggjunum en gert var ráð fyrir. Þessi hreyfing er aðallega vegna úthafsöldu sem berst inn í höfnina. Verktaki sem sá um gerð flotbryggjana við smábátahöfnina vinnur nú að lausn sem felur í sér borun á tveimur ankerum þvert á bryggjurnar landmegin. Útfærslan er unnin í samráði við Seaflex í Svíþjóð, en þaðan komu ankerisfestingarnar (teygjurnar) sem notaðar voru við öldubrjótinn.
Heildarkostnaður vegna auka ankera við öldubrjót og fingurbryggju (samtals 4 stk) er 4.178.000.- skv tilboði verktaka.
Samþykkt að því gefnu að endanleg útfærsla frá Seaflex gefi góðar líkur á árangri.
Vísað til Byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 641. fundur - 31.10.2013

Erindinu vísað frá 89. fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Snýr það að úrbótum á mikilli hreyfingu sem er á nýju flotbryggjunum þegar mikillar úthafsöldu gætir í höfninni. Heildarkostnaður vegna auka ankera við öldubrjót og fingurbryggju (samtals 4 stk.) er 4.178.000 kr. skv. tilboði verktaka. Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kom inn á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fara í þessa framkvæmd og hún verði sett á framkvæmdaáætlun ársins 2014, að því gefnu að endanleg útfærsla frá Seaflex gefi góðar líkur á árangri. Þær niðurstöður eru væntanlegar á næstu vikum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 642. fundur - 07.11.2013

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Seaflex AB og Króla ehf varðandi úrbætur til að minnka hreyfingu á flotbryggjum sem skapast vegna undiröldu sem kemur inn í smábátahöfnina. Áætlaður kostnaður 3,7 milljónir króna með VSK.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 308. fundur - 20.11.2013

Afgreiðsla 641. fundar byggðaráðs staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 308. fundur - 20.11.2013

Afgreiðsla 642. fundar byggðaráðs staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 308. fundur - 20.11.2013

Afgreiðsla 89. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 308. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 96. fundur - 27.03.2014

Gunnar Steingrímsson greindi frá erindi sínu varðandi smábátahöfn.
Notendur viðlegufingra 1-2 og 3 næst landi við 80 metra flotbryggju, ?öldubrjót?, hafa kvartað undan því að þröngt sé á milli enda 60 metra flotbryggju og viðlegufingra á öldubrjót og að nánast sé útilokað sé að leggjast að fingrunum ef eitthvað er að veðri vegna þessara þrengsla. Farið var þess á leit við verktaka sem sá um framleiðslu og niðursetningu á flotbryggjum í fyrra að koma með tillögu að úrbótum vegna þessa.
Fyrirtækið, KrÓli ehf., hefur nú gert höfninni tilboð í flutning á fremstu einingu á fingurbryggju á syðsta landstöpulinn og jafnframt boðið styttri einingu í stað þeirrar sem yrði flutt.
Í erindinu kemur einnig fram að nýting á viðleguplássum hafi verið mjög góð á síðasta ári þar sem upp undir 90% af plássi hafi verið nýtt, 30 pláss sem heilsársviðlegur og 12 pláss í mánaðarleigu.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að gengið verði að fyrirliggjandi tilboði frá KrÓla ehf. og að verkefnið verði fjármagnað með eigin fé Hafnarsjóðs. Nefndin vísar málinu til Byggðaráðs til samþykkis.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 657. fundur - 03.04.2014

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti framkvæmd við smábátahöfn á Sauðárkróki. Málið áður á dagskrá 96. fundar umhverfis- og samgöngunefndar.
Byggðarráð samþykkir að farið verði í framkvæmdina og fjármagn til verksins tekið af fjárveitingu sem er til staðar vegna smábátahafnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 313. fundur - 09.04.2014

Afgreiðsla 657. fundar byggðaráðs staðfest á 313. fundi sveitarstjórnar 9. apríl 2014 með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 313. fundur - 09.04.2014

Afgreiðsla 96. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 313. fundi sveitarstjórnar 9. apríl 2014 með níu atkvæðum.