Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

645. fundur 05. desember 2013 kl. 09:00 - 11:42 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Endurskoðun gjaldskrár fráveitu 2014

Málsnúmer 1311350Vakta málsnúmer

Drögum að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir fráveitugjald og tæmingu rotþróa í Sveitarfélaginu Skagafirði var vísað til byggðarráðs frá 91. fundi umhverfis- og samgöngunefndar.

1. gr.
Sveitarfélagið Skagafjörður innheimtir gjald fyrir fráveitu og hreinsun rotþróa í sveitarfélaginu skv. gjaldskrá þessari, sbr. II. kafla í samþykkt nr. 249/2005 um fráveitur í Sveitarfélaginu Skagafirði.

2. gr.
Álagningarstofn fráveitugjalds skal vera fasteignamat húsa, mannvirkja, lóða og landa, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 66/2001, með síðari breytingum.
Fráveitugjald skal nema 0,275% af álagningarstofni. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki fráveitugjald. Gjalddagar fráveitugjalds skulu vera þeir sömu og sveitarstjórn ákveður fyrir fasteignaskatt og skal innheimtu þess hagað á sama hátt og innheimtu fasteignaskatts.

3. gr.
Gjald fyrir tæmingu rotþróa skal vera eftirfarandi:

Stærð í lítrum. Tæmingargjald kr.
Rotþró 0-2000 27.500
" 2001-4000 31.000
" 4001-6000 34.500

Innheimta skal tæmingargjald eftir að tæming hefur farið fram.

Gjald fyrir sérstaka þjónustu:
Tæmingargjald fyrir rotþró sem er stærri en 6001 lítri skal vera 3.800 kr./m³ fyrir hverja losun.
Fjárhæð tæmingargjalds miðast við að hreinsibíll þurfi ekki að nota barka sem er lengri en 50 m, en sé það nauðsynlegt skal húseigandi greiða aukalega 4.300 kr. á hverja losun. Sé ekki hægt að tæma rotþró í reglubundinni yfirferð og því þurfi að fara aukaferð, skal húseigandi greiða fullt tæmingargjald auk aukagjalds sem nemur 50% af tæmingargjaldi. Ef húseigandi óskar eftir
aukatæmingu á rotþró skal hann greiða sem nemur einu og hálfu tæmingargjaldi fyrir þá losun.

4. gr.
Gjöld skv. gjaldskrá þessari má taka lögtaki og má gera lögtak í hinni skattskyldu eign án tillits til eigendaskipta. Njóta gjöldin lögveðréttar í lóð og mannvirkjum næstu tvö ár eftir gjalddaga með forgangsrétti fyrir hverskonar samningsveði og aðfararveði.

5. gr.
Gjaldskrá þessi, sem samþykkt er af sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar xx. xxx 20xx og staðfestist hér með, samkvæmt X. kafla vatnalaga nr. 15/1923 og 25. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998. Gjaldskrá þessi öðlast gildi við birtingu hennar í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt fellur úr gildi gjaldskrá sama efnis nr.1069/2006.

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Endurskoðun gjaldskrár sorphirðu 2014

Málsnúmer 1311351Vakta málsnúmer

Bókun 91. fundar umhverfis- og samgöngunefndar lögð fram og rædd.
Byggðarráð samþykkir að taka málið aftur upp á næsta fundi.

3.Gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga 2014

Málsnúmer 1312057Vakta málsnúmer

Gjaldskránni vísað til byggðarráðs frá 2. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.

Tillaga um að gjaldskrá Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ verði eftirfarandi frá 1. janúar 2014:

Aðgangur fyrir hópa og námsmenn 800 krónur.
Aðgangur fyrir einstaklinga 16 ára og eldri 1.200 krónur.
Aðgangur fyrir einstaklinga 15 ára og yngri er gjaldfrjáls.
Sameiginlegur aðgangur fyrir Glaumbæ og Minjahúsið á Sauðárkróki er 1.400 krónur.

Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

4.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1307162Vakta málsnúmer

Unnið með fjárhagsáætlun 2014.

5.Skil á fjárhagsáætlun 2014 og þriggja ára áætlun.

Málsnúmer 1312027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá innanríkisráðuneytinu til sveitarfélaga, dagsett 12. nóvember 2013 varðandi afgreiðslu sveitarstjórna á fjárhagsáætlunum næstu fjögurra ára og skil á þeim í miðlægan gagnagrunn hjá Hagstofu Íslands.

6.Upplýsingar um bréf sent endurskoðendum sveitarfélaga-Eftirlitsnefnd með fjármálum sv.fél

Málsnúmer 1311306Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar afrit af bréfi frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sem sent var til endurskoðenda sem höfðu með höndum endurskoðun ársreikninga sveitarfélaga fyrir árið 2012.

Fundi slitið - kl. 11:42.