Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 1307162

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 127. fundur - 13.08.2013

Vinna vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 fer að hefjast.

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 22. fundur - 14.08.2013

Lögð fram fjárhagsstaða fyrir fyrstu 6 mánuði ársins fyrir leik-grunnskóla og íþróttamiðstöð í Varmahlíð. Undirbúningur fyrir fjárhagsáætlun næsta árs ræddur.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 304. fundur - 22.08.2013

Fundargerð 22. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 304. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 637. fundur - 26.09.2013

Lögð fram drög að fjárhagsramma fyrir rekstur sveitarfélagsins og stofnana á árinu 2014. Gert er ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu í rekstri sveitarfélagsins í heild.
Byggðarráð samþykkir fyrirlögð drög og vísar þeim til nefnda til frekari umfjöllunar.

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 132. fundur - 01.10.2013

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 kynnt

Framkvæmdaráð Skagafjarðar - 133. fundur - 14.10.2013

Rætt um fjárhagsáætlunargerð 2014.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 639. fundur - 17.10.2013

Lögð fram tillaga um dagsetningamörk vegna fjárhagsáætlunar 2014 og þriggja næstu ára.
Byggðarráð afgreiðir fjárhagsáætlanirnar á fundi 24. október n.k. og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar við fyrri umræðu 30. október n.k. Síðari umræða fer svo fram á sveitarstjórnarfundi 11. desember 2013.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 640. fundur - 24.10.2013

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2014.
Byggðarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að fjárhagsáætlun 2014 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Forseti leggur til að afgreiðslu þessa liðar verði vísað til 22. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2014. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Forseti leggur til að afgreiðslu þessa liðar verði vísað til 22. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2014. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Forseti leggur til að afgreiðslu þessa liðar verði vísað til 22. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2014. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Ásta Björg Pálmadóttir, sveitarstjóri tók til máls. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana þess fyrir árið 2014 lögð fram til fyrri umræðu. Áætlunin gerir ráð fyrir að A-hluti sveitarfélagsins verði rekinn með 57.814 þús. króna tapi. Samstæða A og B hluta verði rekin með 2.496 þús. króna rekstrarafgangi.

Forseti gerir tillögu um að vísa fjárhagsáætlun 2014 til nefnda og síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 643. fundur - 21.11.2013

Farið yfir fjárhagsáætlun ársins 2014.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 644. fundur - 28.11.2013

Þorsteinn Broddason vék af fundi þegar hér var komið.
Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn Indriði Einarsson, Ingvar Páll Ingvarsson, Bjarki Tryggvason og Viggó Jónsson.
Farið var yfir fjárhagsáætlun og gögn.

Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 23. fundur - 29.11.2013

Farið yfir áætlaðar fjárfestingar og viðhald fyrir Birkilund, Varmahliðarskóla og íþróttamiðstöð fyrir árið 2014.

Álfheiður Freyja Friðbjarnardóttir vék af fundi.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 646. fundur - 09.12.2013

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2014 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum og vísar fjárhagsáætlun 2014 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 23. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2014. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 23. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2014. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 23. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2014. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Forseti geri tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til 23. liðar á dagskrá fundarins, Fjárhagsáætlun 2014 Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Fundargerð 23. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri tók til máls og kynnti fjárhagsáætlun 2014.

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir árið 2014 er lögð fram til seinni umræðu. Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess. Áætlun ársins gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Sveitarfélagsins Skagafjarðar nemi 3.804 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A- hluta áætlaðar 3.309 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 3.450 m.kr., þ.a. A hluti 3.153 m.kr. Rekstrarhagnaður A og B hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 520 m.kr, afskriftir nema 166 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 276 m.kr., rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A og B hluta er áætluð samtals 77 m.kr. í hagnað.
Rekstrarhagnaður A hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 236m.kr, afskriftir nema 79 m.kr., fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 194 m.kr. Rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðs er því áætluð neikvæð um 37 m.kr.
Eignir Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 7.076 m.kr., þ.a. eignir A hluta 5.484m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 5.717 m.kr., þ.a. hjá A hluta 4.460 m.kr. Eigið fé er áætlað 1.359 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 0,19. Eigið fé A hluta er áætlað 1.024 m.kr. og eiginfjárhlutfall 0,19. Ný lántaka er áætluð 868 m.kr. hjá samstæðunni í heild og að afborganir eldri lána og skuldbindinga verði um 362 m.kr. Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 875 m.kr. hjá samstæðu, þarf af 780 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 141%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A hluta verði jákvætt um 166 m.kr., veltufé frá rekstri samstæðunnar A og B hluta verði jákvætt um samtals 398 m.kr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 138 m.kr.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs, þá Stefán Vagn Stefánsson og Sigurjón Þórðarson.
Jón Magnússon tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.

Jón Magnússon og Sigríður Svavarsdóttir óska bókað: Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vilja þakka öllum þeim sem komu að gerð fjárhagsáætlunar, fyrir þá miklu vinnu sem liggur að baki þessarar áætlunar.

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 byggir að stórum hluta á áætlun ársins 2013 en rauntölur þessa árs liggja eðlilega ekki enn fyrir. Hins vegar bendir margt til þess að niðurstöður ársreikninga fyrir árið 2013 muni ekki víkja í stórum dráttum frá þeirri áætlun, sem unnið er eftir á yfirstandandi ári. Það er jákvætt og til marks um að þær aðhaldsaðgerðir sem sveitarstjórn hefur unnið að frá síðasta ári, séu að skila árangri í rekstri sveitarfélagsins. Þann árangur ber fyrst og fremst að þakka starfsfólki sveitarfélagsins, sviðsstjórum og sveitarstjóra, ásamt þeirri samstöðu sem náðist innan sveitarstjórnar um sameiginleg markmið í þessum efnum.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja á það ríka áherslu, að rekstur sveitarsjóðs skili jákvæðri niðurstöðu til framtíðar, þannig að sveitarfélagið geti á markvissan hátt greitt niður skuldir á komandi árum. Til að svo megi verða, án þess að skerða þjónustu við íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar, þarf að beina sjónum að tekjuhlið sveitarsjóðs í ríkari mæli en gert hefur verið hjá núverandi meirihluta.
Atvinnuuppbygging með fjölgun starfa til að auka tekjur sveitarsjóðs eru meginverkefni sveitarstjórnarmanna í Skagafirði á komandi misserum. Sjálfstæðismenn hafa alltaf verið öflugir talsmenn atvinnulífsins og því munum við leggja okkur fram um, að þeir kraftar okkar nýtist til frekari hagsældar í Sveitarfélaginu Skagafirði í náinni framtíð.

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.

Fjárhagsáætlun meirihluta Framsóknar og Vinstri Grænna fyrir árið 2014 ber þess glöggt merki að fjárhagur Sveitarfélagsins Skagafjarðar er mjög þröngur. Samkvæmt áætluninni er vart nægjanlegur afgangur af rekstri til þess að greiða afborganir af langtímalánum, það hefur í för með sér að það þarf að taka ný lán fyrir öllum framkvæmdum sem fyrirhugað er að fara í á næsta ári sem þýðir aukna skuldasöfnun.
Núverandi meirihluti hefur því miður ekki sýnt nauðsynlega ráðdeild í sínum aðgerðum. Ef fram heldur sem horfir mun sá ávinningur sem vannst í sameiginlegum hagræðingaraðgerðum glutrast niður, hagræðing sem íbúar og starfsmenn sveitarfélasins færðu fórnir fyrir. Stóraukin skuldsetning sveitarfélagsins ber vitni um að aðhald og forsjálni hafi síður en svo ríkt í tíð núverandi meirihluta sveitarstjórnar.
Einn helsti veikleikinn í áætlanagerð meirihlutans snýr að tekjuhliðinni og á það einkum við stórauknar þjónustutekjur. Áætlunin ber með sér að þjónustutekjur munu hækka tvöfalt meira en verðlag, á sama tíma og boðað hefur verið að gjaldskrár muni ekki hækka. Það er óraunhæft, sérstaklega ef litið er til þess að sveitarfélagið hefur frekar glímt við fólksfækkun en aukningu í tíð núverandi meirihluta.
Helsti áhættuþátturinn í fjárhagsáætlun meirihlutans er sú óvissa sem ríkisstjórn undir forystu Framsóknarflokksins elur á, sem snýr að skerðingu á grunnþjónustu samfélagsins og sem boðaðar breytingar á löggæslu-, mennta- og heilbrigðismálum bera með sér. Breytingarnar geta augljóslega komið harkalega niður á fjárhag sveitarfélagsins og valda sömuleiðis óstöðugleika og óvissu meðal íbúa.
Það má ekki gleyma því að fjárhagsáætlun er ekki bara rammi um útgjöld og tekjur, heldur er hún stefna um þjónustu og framkvæmdir og leggur línurnar fyrir það öryggi sem börn og fölskyldur ásamt fyrirtækjum í sveitarfélaginu búa við næsta árið.
Starfsfólki sveitarfélagsins eru færðar þakkir fyrir góða og árangurríka vinnu við að ná fram sparnaði og auknu hagræði í rekstri.

Undirrituð óska bókað að þau sitji hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2014

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Samfylkingunni og Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum og óháðum.

Ásta Björg Pálmadóttir tók til máls, þá Stefán Vagn Stefánsson sem lagði fram eftirfarandi bókun.

Ánægjulegt er að sjá hversu vel rekstur Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur gengið á árinu 2013, eftir jákvæðan rekstrarlegan viðsnúning sem varð á árinu 2012. Rekstrarniðurstaða síðasta árs hljóðaði upp á 17 m.kr. í hagnað af samstæðureikningi sveitarfélagsins (A + B hluti). Fyrstu 10 mánuðir ársins 2013 sýna að samstæðan skilaði hagnaði upp á um 100 m.kr. sem gefur væntingar um að árið í heild sinni verði gert upp með jákvæðri niðurstöðu. Verður það í fyrsta sinn frá stofnun sameinaðs sveitarfélags árið 1998 sem Sveitarfélagið Skagafjörður er rekið með hagnaði í tvö ár í röð. Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2014 gerir ráð fyrir að hagnaður þess verði 77 m.kr. Gangi áætlunin eftir skilar sveitarfélagið þannig jákvæðri rekstrarniðurstöðu samfleytt í 3 ár.
Þess ber að geta að í fjárhagsáætlun ársins 2014 er kominn inn kostnaður vegna allra framkvæmda við viðbyggingu Árskóla og lagfæringar sem þar hafa verið gerðar á eldra húsnæði. Þrátt fyrir það og aðrar framkvæmdir sveitarfélagsins, m.a. lagningu hitaveitu í Sæmundarhlíð og Hegranesi, hitaveituframkvæmdir í Hrolleifsdal, nýja smábátahöfn á Sauðárkróki, gatnagerðarframkvæmdir, umfangsmiklar viðhaldsframkvæmdir við Höfðaborg og víðar. Búið er að framkvæma og eignfæra fyrir um 1,2 milljarða króna á kjörtímabilinu. Áætlað er að stærsta einstaka framkvæmdin á næsta ári verði framkvæmdir við leikskólann Birkilund í Varmahlíð. Skuldahlutfallið á næsta ári verður samkvæmt áætlun 141% sem er innan við þau viðmið um 150% skuldahlutfall sem eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga hefur sett.
Í endurskipulagningu rekstrar og hagræðingaraðgerðum sem ráðist var í á síðasta ári var, m.a. gert ráð fyrir að launahlutfallið í A-hluta á árinu 2014 yrði 57% og hefði þá lækkað úr 66% frá árinu 2011. Þetta markmið næst á árinu 2014 eins og stefnt var að.
Góður árangur í rekstri sveitarfélagsins gerir kleift að gjaldskrár verði ekki hækkaðar í áætlun næsta árs fyrir þjónustu sem snýr að íbúum sveitarfélagsins, einkum og sér í lagi fyrir þá þjónustu sem snýr að fjölskyldum með ung börn og eldra fólki. Með þessu er tryggt að gjaldskrárnar verði enn sem fyrr meðal þeirra allra lægstu á landinu. Jafnframt hefur geta sveitarfélagsins til að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir aukist til muna. Þannig hefur veltufé frá rekstri aukist úr 144 m.kr. frá árinu 2011 í 398 m.kr. í áætlun fyrir árið 2014.
Þessi góði árangur hefur náðst vegna samstillts átaks sveitarstjórnar, starfsmanna sveitarfélagsins og íbúa þess. Eru þeim færðar kærar þakkir fyrir það.

Stefán Vagn Stefánsson
Sigríður Magnúsdóttir
Bjarki Tryggvason
Viggó Jónsson
Bjarni Jónsson

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs þá Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta.

Fjárhagsáætlun 2014 borin undir atkvæði og samþykkt með sjö atkvæðum, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Sigurjón Þórðarson óska bókað að þau sitji hjá.