Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Náttúrustofa
Málsnúmer 1402258Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið kom Sigríður Magnúsdóttir, stjórnarformaður Náttúrustofu Norðurlands vestra til viðræðu um málefni og stöðu stofnunarinnar.
2.Safnahús - lyfta
Málsnúmer 1402260Vakta málsnúmer
Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi sátu fundinn undir þessum dagskrárlið og kynntu útfærslu á viðbyggingu við Safnahúsið, Faxatorgi, vegna byggingar lyftuhúss.
3.Stækkun og flutningur leikskólans Birkilundar í Varmahlíð
Málsnúmer 1402261Vakta málsnúmer
Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs ásamt Valdimar Sigmarssyni og Sigríði Svavarsdóttur sátu fundinn undir þessum dagskrárlið. Kynntar voru fyrirhugaðar breytingar á Varmahlíðarskóla vegna flutnings starfsemi leikskólans Birkilundar í húsnæði grunnskólans.
4.Breyting á lögreglulögum, nr. 90/1996 (fækkun lögregluumdæma, aðskilnaður embætta lögreglustjóra og sýslumanna.)
Málsnúmer 1402259Vakta málsnúmer
Lagt fram þingskjal 459, 251. mál á 143. löggjafarþingi Alþingis 2013-2014. Frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum, nr. 90/1996, með síðari breytingum (fækkun lögregluumdæma, aðskilnaður embætta lögreglustjóra og sýslumanna, hæfiskröfur) og og frumvarp til laga um framkvæmdavald og stjórnsýslu í héraði, þingskjal 458 - 250. mál.
Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Frumvarp til laga um framkvæmdavald og stjórnsýslu í héraði, þingskjal 458 - 250. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar horfir til þessa máls, þ.e. endurskipulagningar á skipan sýslumannsembætta í landinu, í samhengi við fyrirhugaðar breytingar á skipan lögreglumála sbr. þingskjal 459 - 251. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur mikla áherslu á að horft sé til Norðurlands vestra sem eins stjórnsýslu- og þjónustusvæðis og fagnar því að gert sé ráð fyrir þeirri skipan í frumvarpinu. Byggðaráð styður því frumvarpið í meginatriðum en bendir á að mikilvægt er að samhliða verði flutt verkefni frá ráðuneytum og stofnunum á höfuðborgarsvæðinu til landshlutanna, þannig að leitast verði við að styrkja landsbyggðina á ný í kjölfar þjónustuskerðinga liðinna ára. Bent er á að ekkert hérað hefur þolað jafn mikla fækkun opinberra starfa á skömmum tíma og Skagafjörður.
Mikilvægt er að við svo umfangsmiklar breytingar sem hér eru lagðar til, verði náið samráð haft við sveitarfélögin um staðsetningu aðalskrifstofa sýslumanna og annarra sýsluskrifstofa, sem og hvaða þjónustu eigi að veita þar. Farið er fram á að allsherjar- og menntamálanefnd geri hér bragarbót á. Lykilatriði er að þjónusta við íbúana skerðist ekki. Byggðarráð leggur jafnframt áherslu á að aðrar sýsluskrifstofur verði staðsettar þar sem skrifstofur eru fyrir í dag þannig að sameining embætta dragi ekki úr þjónustu við íbúa á þeim svæðum sem hún hefur verið til staðar. Byggðarráð bendir á að meirihluti íbúa Norðurlands vestra er staðsettur í Skagafirði, þar er atvinnulíf svæðisins öflugast og mikilvægt að samskipti við ríkisvaldið séu greið. Þá er Héraðsdómur Norðurlands vestra staðsettur á Sauðárkróki.
Frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum, þingskjal 459 - 251. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar horfir til þessa máls, þ.e. endurskipulagningar á skipan lögreglumála í landinu, í samhengi við fyrirhugaðar breytingar á skipan sýslumannsembætta sbr. þingskjal 458 - 250. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur mikla áherslu á að horft sé til Norðurlands vestra sem eins stjórnsýslu- og þjónustusvæðis og fagnar því að gert sé ráð fyrir þeirri skipan í frumvarpinu. Byggðarráð er fylgjandi meginmarkmiði frumvarpsins um eflingu lögreglunnar og tekur undir fagleg og fjárhagsleg sjónarmið sem sett eru fram í frumvarpinu. Byggðarráð leggur hins vegar mikla áherslu á að haft verði samráð við sveitarfélögin um málefni lögreglunnar, og starfsemi og þjónustu lögreglustöðva. Byggðarráð bendir á að meirihluti íbúa Norðurlands vestra er staðsettur í Skagafirði, þar er atvinnulíf svæðisins öflugast og mikilvægt að samskipti við ríkisvaldið séu greið. Þá er Héraðsdómur Norðurlands vestra staðsettur á Sauðárkróki.
Stefán Vagn Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Frumvarp til laga um framkvæmdavald og stjórnsýslu í héraði, þingskjal 458 - 250. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar horfir til þessa máls, þ.e. endurskipulagningar á skipan sýslumannsembætta í landinu, í samhengi við fyrirhugaðar breytingar á skipan lögreglumála sbr. þingskjal 459 - 251. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur mikla áherslu á að horft sé til Norðurlands vestra sem eins stjórnsýslu- og þjónustusvæðis og fagnar því að gert sé ráð fyrir þeirri skipan í frumvarpinu. Byggðaráð styður því frumvarpið í meginatriðum en bendir á að mikilvægt er að samhliða verði flutt verkefni frá ráðuneytum og stofnunum á höfuðborgarsvæðinu til landshlutanna, þannig að leitast verði við að styrkja landsbyggðina á ný í kjölfar þjónustuskerðinga liðinna ára. Bent er á að ekkert hérað hefur þolað jafn mikla fækkun opinberra starfa á skömmum tíma og Skagafjörður.
Mikilvægt er að við svo umfangsmiklar breytingar sem hér eru lagðar til, verði náið samráð haft við sveitarfélögin um staðsetningu aðalskrifstofa sýslumanna og annarra sýsluskrifstofa, sem og hvaða þjónustu eigi að veita þar. Farið er fram á að allsherjar- og menntamálanefnd geri hér bragarbót á. Lykilatriði er að þjónusta við íbúana skerðist ekki. Byggðarráð leggur jafnframt áherslu á að aðrar sýsluskrifstofur verði staðsettar þar sem skrifstofur eru fyrir í dag þannig að sameining embætta dragi ekki úr þjónustu við íbúa á þeim svæðum sem hún hefur verið til staðar. Byggðarráð bendir á að meirihluti íbúa Norðurlands vestra er staðsettur í Skagafirði, þar er atvinnulíf svæðisins öflugast og mikilvægt að samskipti við ríkisvaldið séu greið. Þá er Héraðsdómur Norðurlands vestra staðsettur á Sauðárkróki.
Frumvarp til laga um breytingu á lögreglulögum, þingskjal 459 - 251. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar horfir til þessa máls, þ.e. endurskipulagningar á skipan lögreglumála í landinu, í samhengi við fyrirhugaðar breytingar á skipan sýslumannsembætta sbr. þingskjal 458 - 250. mál.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur mikla áherslu á að horft sé til Norðurlands vestra sem eins stjórnsýslu- og þjónustusvæðis og fagnar því að gert sé ráð fyrir þeirri skipan í frumvarpinu. Byggðarráð er fylgjandi meginmarkmiði frumvarpsins um eflingu lögreglunnar og tekur undir fagleg og fjárhagsleg sjónarmið sem sett eru fram í frumvarpinu. Byggðarráð leggur hins vegar mikla áherslu á að haft verði samráð við sveitarfélögin um málefni lögreglunnar, og starfsemi og þjónustu lögreglustöðva. Byggðarráð bendir á að meirihluti íbúa Norðurlands vestra er staðsettur í Skagafirði, þar er atvinnulíf svæðisins öflugast og mikilvægt að samskipti við ríkisvaldið séu greið. Þá er Héraðsdómur Norðurlands vestra staðsettur á Sauðárkróki.
Fundi slitið - kl. 10:51.