Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Hótel Varmahlíð - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1402284Vakta málsnúmer
2.Miðgarður menningarhús - Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis
Málsnúmer 1402282Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 19. febrúar 2014, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Gullgengis ehf, kt. 490112-1380, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Menningarhúsið Miðgarð, 560 Varmahlíð. Veitingastaður - flokkur III skemmtistaður og svefnpokagisting - flokkur I. Forsvarsmaður er Stefán Gísli Haraldsson, kt. 050285-2949.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við endurnýjun rekstrarleyfisins.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við endurnýjun rekstrarleyfisins.
3.Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma
Málsnúmer 1309361Vakta málsnúmer
Formaður byggðarráðs, Stefán Vagn Stefánsson skýrði frá fundi sem fulltrúar sveitarfélagins áttu með velferðarráðherra nýlega um Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fá Hafstein Sæmundsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki til fundar við byggðarráð til að ræða málefni stofnunarinnar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fá Hafstein Sæmundsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki til fundar við byggðarráð til að ræða málefni stofnunarinnar.
4.Fundargerðir stjórnar SSNV 2013
Málsnúmer 1301012Vakta málsnúmer
Fundargerðir stjórnar SSNV frá 14. 17. og 21 október, 6. og 21. nóvember, 5. og 16. desember 2013, lagðar fram til kynningar á 653. fundi byggðarráðs þann 27. febrúar 2014.
5.Fundagerðir stjórnar SSNV 2014
Málsnúmer 1401014Vakta málsnúmer
Fundargerðir stjórnar SSNV frá 13. og 23. janúar 2014 lagðar fram til kynningar á 653. fundi byggðarráðs þann 27. febrúar 2014.
6.Sameining Kjalar og SFS
Málsnúmer 1402324Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Kili stéttarfélagi, dagsett 19. febrúar 2014 um sameiningu Kjalar stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu og Starfsmannafélags Skagafjarðar.
Sameinaða félagið verður innan vébanda BSRB og fer með kjarasamningsfyrirsvar fyrir félagsmenn sína gagnvart viðsemjendum sínum skv. lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 og/eða lögum um stéttarfélög og vinnudeildur nr. 80/1938. Kjölur stéttarfélag mun framvegis verða í forsvari gagnvart Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir hönd félagsmanna sinna, með sama hætti og Starfsmannafélag Skagafjarðar gerði.
Sameinaða félagið verður innan vébanda BSRB og fer með kjarasamningsfyrirsvar fyrir félagsmenn sína gagnvart viðsemjendum sínum skv. lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna nr. 94/1986 og/eða lögum um stéttarfélög og vinnudeildur nr. 80/1938. Kjölur stéttarfélag mun framvegis verða í forsvari gagnvart Sveitarfélaginu Skagafirði fyrir hönd félagsmanna sinna, með sama hætti og Starfsmannafélag Skagafjarðar gerði.
Fundi slitið - kl. 10:02.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við endurnýjun rekstrarleyfisins.