Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki
Málsnúmer 1403170Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið kom Hafsteinn Sæmundsson forstjóri Heilbrigisstofnunarinnar Sauðárkróki til viðræðu um málefni stofnunarinnar.
2.Áform um sameiningu heilbrigðisstofnana innan heilbrigðisumdæma
Málsnúmer 1309361Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá velferðarráðuneytinu, dagsett 26. febrúar 2014 varðandi viðræður um rekstur Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki. Ráðuneytið hefur fallist á að hefja viðræður við sveitarafélagið um hugsanlega yfirtöku þess á rekstri Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki, að hluta eða öllu leyti, með rekstrarsamningi við Sjúkratryggingar Íslands.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir fundi með heilbrigðisráðherra vegna mögulegrar yfirtöku sveitarfélagsins á rekstri heilbrigðisstofnunarinnar með samningi við ríkið og taka ákvörðun um framhaldið.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir fundi með heilbrigðisráðherra vegna mögulegrar yfirtöku sveitarfélagsins á rekstri heilbrigðisstofnunarinnar með samningi við ríkið og taka ákvörðun um framhaldið.
3.Mótun framtíðarsýnar leikskólastarfs
Málsnúmer 1403171Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá SSNV atvinnuþróun dagsettur 11. mars 2014, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni þrjá fulltrúa úr hópi sveitarstjórnarmanna og sveitarstjóra meðtöldum, til þess að taka þátt í vinnustofunni "Mótun framtíðarsýnar leikskkólastarfs", fimmtudaginn 27. mars n.k. á Blönduósi.
Byggðarráð óskar eftir að formaður fræðslunefndar tilnefni fulltrúa í vinnustofuna fyrir hönd sveitarfélagsins.
Byggðarráð óskar eftir að formaður fræðslunefndar tilnefni fulltrúa í vinnustofuna fyrir hönd sveitarfélagsins.
4.Mótun ehf
Málsnúmer 1403169Vakta málsnúmer
Að ósk Sigurjóns Þórðarsonar fulltrúa Frjálslyndra og óháðra voru málefni tengd Mótun ehf rædd.
Fundi slitið - kl. 10:37.