Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir fyrstu tveimur dagskrárliðunum.
1.Viðauki við fjárhagsáætlun - Ársalir skipulag skólastarfs
Málsnúmer 1404125Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna væntanlegrar fjölgunar barna við leikskólann Ársali í upphafi skólaárs 2014/2015. Lagt er til að hækka launalið stofnunarinnar, málaflokks 04112, um 4.450.000 kr. og tekjulið um 1.950.000 kr.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um viðauka á fjárhagsáætlun 2014 að upphæð 2.500.000 kr. nettó á fjárhagslið 04112 - Leikskólinn Ársalir, og fjármagnið tekið af eigin fé.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um viðauka á fjárhagsáætlun 2014 að upphæð 2.500.000 kr. nettó á fjárhagslið 04112 - Leikskólinn Ársalir, og fjármagnið tekið af eigin fé.
2.Ársalir - skipulag skólastarfs 2014-2015
Málsnúmer 1403345Vakta málsnúmer
Á 94. fundi fræðslunefndar var samþykkt að óska eftir því við byggðarráð að fjárframlag til leikskólans Ársala (04112) vegna ársins 2014, verði hækkað um 2.500.000 kr. til að leysa úr þörf fyrir leikskóladvöl frá hausti 2014.
Byggðarráð samþykkir tillögur fræðslunefndar um skipulagsbreytingar á skólastarfinu í upphafi skólaárs 2014/2015. Áætlaður kostnaður 2.500.000 kr. nettó.
Byggðarráð samþykkir tillögur fræðslunefndar um skipulagsbreytingar á skólastarfinu í upphafi skólaárs 2014/2015. Áætlaður kostnaður 2.500.000 kr. nettó.
3.Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki
Málsnúmer 1403170Vakta málsnúmer
Umræður um fund sem sveitarstjórnarmenn áttu með þingmönnum Norðvesturkjördæmis, 7. apríl s.l., um starfsemi Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki.
4.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir
Málsnúmer 1404065Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga; 9. fundur, 20. nóv. 2013, 10. fundur, 27. nóv. 2013 og 11. fundur, 27. mars 2014. Einnig minnisblað vegna fundar með fjármálaráðherra þann 20. nóvember 2013.
5.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - ársreikningur 2013
Málsnúmer 1404066Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir árið 2013.
6.Áætluð framlög frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2014
Málsnúmer 1404087Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 2. apríl 2014 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga um áætluð framlög úr sjóðnum á árinu 2014. Vísað er til fréttar á vefsíðu sjóðsins um sundurgreindar upplýsingar um úthlutanir til sveitarfélaga. Sjá http://www.jofnunarsjodur.is/frettir/nr/28891
Fundi slitið - kl. 09:37.