Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Umsókn um styrk til tækjakaupa
Málsnúmer 1410137Vakta málsnúmer
2.Freyjugata 25 - dagvistarhús
Málsnúmer 1409031Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá 670. fundi byggðarráðs þann 4. september 2014. Þá samþykkti byggðarráð að gerð yrði sérstök lóð undir fasteignina Freyjugötu 25 - dagvistarhús úr lóð Barnaskólans, í þvi augnamiði að geta selt fasteignina. Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi kom á fundinn og kynnti hugmyndir að útfærslu lóðar.
Byggðarráð samþykkir að vinna áfram með hugmyndir og útfærslur.
Byggðarráð samþykkir að vinna áfram með hugmyndir og útfærslur.
3.Sæmundargata 7a
Málsnúmer 1410179Vakta málsnúmer
Í framhaldi af afgreiðslu 674. fundar byggðarráð frá 23. október 2014, þar sem sveitarstjóra var falið að ræða við eigendur fasteignarinnar um kaup sveitarfélagsins á fasteigninni Sæmundargötu 7a á Sauðárkróki, er lagt fram kauptilboð að upphæð 33 milljónir króna sem er í samræmi við fjárhagsáætlun 2014. Fyrir liggur samþykki seljenda á tilboðinu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá kaupum á fasteigninni. Fjármagn er fyrir hendi í fjárfestingalið fjárhagsáætlunar 2014.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá kaupum á fasteigninni. Fjármagn er fyrir hendi í fjárfestingalið fjárhagsáætlunar 2014.
4.Gjaldskrá fasteignagjalda 2015
Málsnúmer 1411096Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um að neðangreind gjöld og skattar verði eftirfarandi á árinu 2015:
Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%
Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%
Leiga beitarlands 0,50 kr./m2
Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,90 kr./m2
Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,25 kr./m2
Upphafsálagning fasteignagjalda 2015:
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði átta, frá 1. febrúar 2015 til 1. september 2015. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 24.500 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2015. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga og eigi síðar en 10. maí 2015, séu þau jöfn eða umfram 24.500 kr.
Álagningarseðlar fasteignagjalda 2015 verða sendir í pappírsformi til þeirra gjaldenda sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og eru 70 ára og eldri. Gert er ráð fyrir að aðrir gjaldendur nálgist rafræna útgáfu álagningarseðlanna í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins og/eða á vefsíðu island.is, nema þeir óski sérstaklega eftir pappírsútgáfu. Þessi tilhögun verði auglýst með góðum fyrirvara í staðarblöðum og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til samþykktar.
Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%
Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%
Leiga beitarlands 0,50 kr./m2
Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,90 kr./m2
Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,25 kr./m2
Upphafsálagning fasteignagjalda 2015:
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði átta, frá 1. febrúar 2015 til 1. september 2015. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 24.500 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2015. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga og eigi síðar en 10. maí 2015, séu þau jöfn eða umfram 24.500 kr.
Álagningarseðlar fasteignagjalda 2015 verða sendir í pappírsformi til þeirra gjaldenda sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu og eru 70 ára og eldri. Gert er ráð fyrir að aðrir gjaldendur nálgist rafræna útgáfu álagningarseðlanna í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins og/eða á vefsíðu island.is, nema þeir óski sérstaklega eftir pappírsútgáfu. Þessi tilhögun verði auglýst með góðum fyrirvara í staðarblöðum og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til samþykktar.
5.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2015
Málsnúmer 1411093Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um að fjárhæðir í reglum sveitarfélagsins um afslátt af fasteignaskatti, til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2015, sem eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði, verði eftirfarandi.
4. grein verður svo hljóðandi:
Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að 58.000 kr. á árinu 2015. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2013. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 29.000 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2014 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.
5.gr. verði eftirfarandi:
Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
a) með tekjur allt að 2.732.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 3.685.000 kr. enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) með tekjur allt að 3.685.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 4.990.000 kr. enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til samþykktar.
4. grein verður svo hljóðandi:
Afsláttur af fasteignaskatti er tekjutengdur og er allt að 58.000 kr. á árinu 2015. Afsláttur er reiknaður til bráðabirgða við upphafsálagningu og er hlutfallslegur að teknu tilliti til allra skattskyldra tekna, þ.m.t. eigna- og fjármagnstekna samkvæmt síðasta skattframtali, þ.e. vegna tekna ársins 2013. Hámarks afsláttarupphæð við upphafsálagningu er 29.000 kr. Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir vegna tekna ársins 2014 verður afsláttur endurskoðaður og leiðréttur. Miðað er við sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.
5.gr. verði eftirfarandi:
Tekjumörk eru sem hér segir:
Fyrir einstaklinga:
a) með tekjur allt að 2.732.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 3.685.000 kr. enginn afsláttur.
Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:
a) með tekjur allt að 3.685.000 kr. fullur afsláttur skv. 4. gr.
b) með tekjur yfir 4.990.000 kr. enginn afsláttur.
Ef tekjur eru á framangreindu bili er veittur hlutfallslegur afsláttur.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til samþykktar.
6.Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts
Málsnúmer 1411095Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um að reglur sveitarfélagsins um styrki til greiðslu fasteignaskatts skv. 2. mgr. 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 verði óbreyttar.
Byggðarráð samþykkir framangreindar reglur og vísar þeim til sveitarstjórnar til samþykktar.
Byggðarráð samþykkir framangreindar reglur og vísar þeim til sveitarstjórnar til samþykktar.
7.Gjaldskrá tónlistarskóla 2014 - afsláttur vegna verkfalls
Málsnúmer 1411080Vakta málsnúmer
Lögð fram bókun 99. fundar fræðslunefndar frá 12. nóvember 2014; "Nefndin samþykkir að gjöld nemenda tónlistarskólans verði felld niður frá og með 22. október s.l. þar til verkfalli tónlistarskólakennara lýkur. Sveinn Sigurbjörnsson sat fundinn undir þessum lið."
Byggðarráð samþykkir framangreinda niðurfellingu námsgjalda þeirra nemenda sem ekki njóta kennslu á meðan á verkfalli kennara í FT stendur.
Byggðarráð samþykkir framangreinda niðurfellingu námsgjalda þeirra nemenda sem ekki njóta kennslu á meðan á verkfalli kennara í FT stendur.
8.Framkvæmdaáætlun - fjárhagsáætlun 2015
Málsnúmer 1411105Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að áætlun um nýframkvæmdir á árinu 2015 og sérstakt viðhald eignasjóðs fyrir sama tímabil.
9.Fundagerðir stjórnar SSNV 2014
Málsnúmer 1401014Vakta málsnúmer
Fundargerðir stjórnar SSNV frá 15. og 29. október 2014 og ársþings SSNV sem haldið var dagana 16. og 17. október 2014, lagðar fram til kynningar á 678. fundi byggðarráðs þann 14. nóvember 2014.
10.Samtök sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir
Málsnúmer 1404065Vakta málsnúmer
Fundargerð aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 10. október 2014 lögð fram til kynningar á fundi 678. byggaðrráðs þann 14. nóvember 2014.
11.Brenniborg 146156 - Tilkynning um aðilaskipti að landi.
Málsnúmer 1411063Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 6. nóvember 2014, þar sem tilkynnt er um aðilaskipti á helmings hlut í jörðinni Brenniborg, landnúmer 146156, fastanúmer 214-0959. Seljandi er Jóhannes Helgason, kt. 171242-7899. Kaupandi er Helgi Bergþórsson, kt. 090663-4029.
12.Skil fjárhagsáætlana 2015-2018
Málsnúmer 1411102Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 10. nóvember 2014 frá innanríkisráðuneytinu varðandi skil á fjárhagsáætlunum áranna 2015-2018. Á grundvelli samkomulags innanríkisráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Hagstofu Íslands frá 13. apríl 2012 hefur verið ákveðið að sveitarfélög skuli skila fjárhagsáætlunum næstu fjögurra ára til Hagstofu Íslands í gegnum vefskilakerfi Hagstofunnar.
Fundi slitið - kl. 12:14.
Byggðarráð samþykkir að veita eina milljón króna til verkefnisins af fjáhagslið 21890 og skiptir framlaginu á þann veg að árið 2014 greiðast 500.000 kr. annars vegar og hins vegar 500.000 kr. á árinu 2015.