Umsókn um styrk til tækjakaupa
Málsnúmer 1410137
Vakta málsnúmerByggðarráð Svf. Skagafjarðar - 676. fundur - 30.10.2014
Bjarni Jónsson vék af fundi kl. 10:26.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 678. fundur - 14.11.2014
Málið áður á dagskrá 676. fundi byggðarráðs, 30.10. 2014. Lagt fram bréf frá Kiwanisklúbbnum Drangey, dagett 14. október 2014, þar sem óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu til fjársöfnunar klúbbsins vegna kaupa á nýju speglunartæki fyrir Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki. Klúbburinn hefur ákveðið að fara í fjársöfnun á meðal fyrirtækja og stofnana í Skagafirði til að kaupa framangreint tæki, sem meðal annars myndi nýtast í átaksverkefni varðandi skimun fyrir ristilkrabbameini. Áætlað er að tækið kosti um 18 milljónir króna uppsett. Undir þessum dagskrárlið komu Jónas Svavarsson og Gunnar Pétursson, fulltrúar Kiwanisklúbbsins Drangeyjar og kynntu verkefnið fyrir ráðsmönnum.
Byggðarráð samþykkir að veita eina milljón króna til verkefnisins af fjáhagslið 21890 og skiptir framlaginu á þann veg að árið 2014 greiðast 500.000 kr. annars vegar og hins vegar 500.000 kr. á árinu 2015.
Byggðarráð samþykkir að veita eina milljón króna til verkefnisins af fjáhagslið 21890 og skiptir framlaginu á þann veg að árið 2014 greiðast 500.000 kr. annars vegar og hins vegar 500.000 kr. á árinu 2015.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014
Afgreiðsla 676. fundar byggðaráðs staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með átta atkvæðum.
Gunnsteinn Björnsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Gunnsteinn Björnsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014
Afgreiðsla 678. fundar byggðaráðs staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með átta atkvæðum. Gunnsteinn Björnsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir fundi með forsvarsmönnum verkefnisins.