Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir því að mál 1412149 yrði sett á dagskrá með afbrigðum. Var það samþykkt samhljóða.
1.Beiðni um viðræður um kaup á landi
Málsnúmer 1411204Vakta málsnúmer
Sigurður Haraldsson bóndi á Grófargili kom á fund byggðarráðs til viðræðu að ósk ráðsins.
Byggðarráð samþykkir að vinna áfram að málinu.
Byggðarráð samþykkir að vinna áfram að málinu.
2.Gönguskarðsárvirkjun 143907 - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi og deiliskipulag
Málsnúmer 1310348Vakta málsnúmer
Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi sveitarfélagsins kom inn á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti stöðu málsins. Skipulagsvinnu var frestað í nóvember s.l. vegna frekari gagnaöflunar.
Byggðarráð er sammála afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar í þessu máli.
Byggðarráð er sammála afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar í þessu máli.
3.Ósk um land á leigu á Nöfunum
Málsnúmer 1412088Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Þórarni Hlöðverssyni, kt. 141163-5669, dagsett 7. desember 2014, þar sem hann óskar eftir því að fá að taka á leigu landskika í eigu sveitarfélagsins á Nöfum sem er laust eða gæti losnað á næstunni. Fyrirhugað er að nytja tún og hús fyrir sauðfé.
Byggðarráð synjar erindinu þar sem ekkert land er laust til leigu á Nöfum.
Byggðarráð synjar erindinu þar sem ekkert land er laust til leigu á Nöfum.
4.Kjarvalsstaðir lóð, Öggur - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1412100Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 11. desember 2014 frá Fiskistofu þar sem óskað er umsagnar vegna fiskeldi. Varðar umsögin umsókn Öggur ehf, kt. 650809-1300 um rekstrarleyfi vegna fiskeldis að Kjarvalsstöðum í Hjaltadal.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við að fiskeldi verði starfrækt að Kjarvalsstöðum í Hjaltadal.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við að fiskeldi verði starfrækt að Kjarvalsstöðum í Hjaltadal.
5.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014 - Breyting á framkvæmdaáætlun 2014
Málsnúmer 1412149Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um viðauka nr. 15 við fjárhagsáætlun 2014. Viðaukinn felst í því að fjármagn til fjárfestinga eignasjóðs er flutt af Varmahlíðarskóla til Safnahúss Skagfirðinga, samtals 48,5 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.
6.Fundagerðir stjórnar SSNV 2014
Málsnúmer 1401014Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar fundargerð 22. ársþings SSNV og fundargerði stjórnar SSNV frá 15. og 29. október og 4. nóvember 2014.
7.Rekstrarupplýsingar 2014
Málsnúmer 1405044Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins og stofnana tímabilið janúar-október 2014.
Fundi slitið - kl. 11:06.