Fara í efni

Gönguskarðsárvirkjun 143907 - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1310348

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 251. fundur - 09.12.2013

Fyrir liggur erindi frá Verkís hf., Jóhannesi Ófeigssyni, fh Íslandsvirkjunar ehf um að endurbyggja Gönguskarðsárvirkjun við Sauðárkrók. Fram kemur í erindinu að Íslandsvirkjun, sem er í eigu Auðuns S. Guðmundssonar og Péturs Bjarnasonar, hefur verið í viðræðum við RARIK ohf um þessa framkvæmd bæði varðandi afnot af stíflunni og vegna vatnsréttinda. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að vinna þarf breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar vegna þessa. Í fyrirliggjandi erindi er óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið um málið. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að farið verið í viðræður við umsækjendur og vísar erindinu til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 309. fundur - 11.12.2013

Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Viggó Jónsson kvöddu sér hljóðs þá Bjarni Jónsson með leyfi forseta og lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að farið verið í viðræður við umsækjendur og efnislega skoðun á málinu."
Sigurjón Þórðarson, Viggó Jónsson, Jón Magnússon, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, tóku til máls.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með átta atkvæðum, Sigurjón Þórðarson sat hjá.

Afgreiðsla 251. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 309. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 257. fundur - 23.04.2014

Lögð fram drög að deiliskipulagi vegna endurbyggingar á Gönguskarðsár og byggingu nýs stöðvarhúss.

Skipulags- og byggingarnefnd - 258. fundur - 30.04.2014

Lögð fram til kynningar tillaga að greinargerð með deiliskipulagi unnin á Verkís hf. af Sunnu Ósk Kristjánsdóttur og Þórhildi Guðmundsdóttur í mars 2014. Einnig lagður fram tillöguuppdráttur að deiliskipulagi fyrir virkjanasvæðið. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna áfram að málinu með umsækjendum

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 315. fundur - 07.05.2014

Afgreiðsla 257. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 7. maí 2014 með níu atkvæðum

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 315. fundur - 07.05.2014

Afgreiðsla 258. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 7. maí 2014 með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 263. fundur - 15.10.2014

Endurgerð Gönguskarðsárvirkjunar. Málið áður á dagskrá 251, 257 og 258 fundum nefndarinnar.
Vegna fyrirhugaðrar endurgerðar Gönguskarðsárvirkjunar liggur fyrir fundinum verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismats vegna breytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Verkefnislýsingin er í samræmi við kröfu 1. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. laga nr 105/2006 um umhverfismat áætlana. Verkefnislýsingin er forsenda aðalskipulagsbreytingarinnar og deiliskipulagsgerðarinnar. Verkefnislýsingin er unnin hjá Verkís verkfræðistofu dagsett í september 2014.
Einnig liggur fyrir vegna deiliskipulags matslýsing vegna umhverfismats áætlana. Matslýsingin er unnin hjá Verkís verkfræðistofu dagsett í september 2014.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framangreindar verkefnis- og matslýsingar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014

Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðar nr. Gönguskarðsárvirkjun 143907 - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi og deiliskipulag. Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 320. fundur - 29.10.2014

Þannig samþykkt á 263. fundi skipulags- og byggingarnefndar 15. október 2014 og vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.

"Endurgerð Gönguskarðsárvirkjunar. Málið áður á dagskrá 251. 257. og 258. fundum nefndarinnar.
Vegna fyrirhugaðrar endurgerðar Gönguskarðsárvirkjunar liggur fyrir fundinum verkefnislýsing skipulagsgerðar og umhverfismats vegna breytinga á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Verkefnislýsingin er í samræmi við kröfu 1. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. laga nr 105/2006 um umhverfismat áætlana. Verkefnislýsingin er forsenda aðalskipulagsbreytingarinnar og deiliskipulagsgerðarinnar. Verkefnislýsingin er unnin hjá Verkís verkfræðistofu dagsett í september 2014.
Einnig liggur fyrir vegna deiliskipulags matslýsing vegna umhverfismats áætlana. Matslýsingin er unnin hjá Verkís verkfræðistofu dagsett í september 2014."

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir framangreindar verkefnis- og matslýsingar, með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 264. fundur - 19.11.2014

Auglýsing skipulagslýsingar vegna breytinga á Aðalskipulagi og vegna gerðar deiliskipulags hefur legið frammi. en frestur til að skila inn ábendingum var auglýstur til 7. nóvember sl. Frá eftirtöldum umsagnaraðilum hafa borist svör, Skipulagsstofnun, Orkustofnun, Minjaverði Norðurl. vestra og RARIK. Umsagnaraðilar gera ekki athugasemdir. Fyrir liggur skriflegar athugasemdir frá eigendum jarðarinnar Skarðs og munnlegar athugasemdir frá eigendum jarðarinnar Tungu. Samþykkt að fresta afgreiðslu málsins þar til frekari upplýsingar liggja fyrir.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 321. fundur - 26.11.2014

Afgreiðsla 264. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 321. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2014 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 682. fundur - 18.12.2014

Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi sveitarfélagsins kom inn á fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti stöðu málsins. Skipulagsvinnu var frestað í nóvember s.l. vegna frekari gagnaöflunar.
Byggðarráð er sammála afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar í þessu máli.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 323. fundur - 28.01.2015

Afgreiðsla 682. fundar byggðaráðs staðfest á 323. fundi sveitarstjórnar 28. janúar 2015 með níu atkvæðum