Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
1.Baldurshagi,Sólvík - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis
Málsnúmer 1506151Vakta málsnúmer
2.Viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun 2015 - Safnahús - bókasafn
Málsnúmer 1506168Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga um viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun 2015. Lagt er til að fjárfestingaliður eignasjóðs hækki um sjö milljónir króna og hækkuninni mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir framangreindan viðauka.
Byggðarráð samþykkir framangreindan viðauka.
3.Fjármögnun á brýnum lagfæringum á sal Héraðsbókasafns Skagfirðinga
Málsnúmer 1504108Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi varðandi ósk um að gerðar verði lagfæringar á lofti, raflögnum og ljósum Héraðsbókasafns Skagfirðinga í tengslum við þær framkvæmdir sem nú standa yfir við Safnahúsið. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að lagfæringarnar kosti sjö milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir framangreint erindi.
Byggðarráð samþykkir framangreint erindi.
4.Hvatning um gróðursetningu í tilefni að 35 ár eru liðin frá því að Vigdís Finnbogadóttir var kjörin forseti Íslands.
Málsnúmer 1506170Vakta málsnúmer
Byggðarráð samþykkir að verða við hvatningunni og felur sveitarstjóra að vera í sambandi við Skógræktarfélag Skagafjarðar.
5.70 ára afmæli sambandsins
Málsnúmer 1506106Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um tilurð sambandsins. Í ár eru 70 ár liðin frá stofnþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var í Reykjavík og á Þingvöllum.
Fundi slitið - kl. 18:59.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.