Fara í efni

Fjármögnun á brýnum lagfæringum á sal Héraðsbókasafns Skagfirðinga

Málsnúmer 1504108

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 693. fundur - 16.04.2015

Lagt fram erindi frá Þórdísi Friðbjörnsdóttur, héraðsbókaverði, varðandi ósk um að gerðar verði lagfæringar á sal Héraðsbókasafns Skagfirðinga í tengslum við þær framkvæmdir sem nú standa yfir við Safnahúsið. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að lagfæringarnar kosti átta milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir framangreint erindi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 326. fundur - 22.04.2015

Afgreiðsla 693. fundar byggðaráðs staðfest á 326. fundi sveitarstjórnar 22. apríl 2015 með átta atkvæðum. Þórdís Friðbjörnsdóttir óskar bókað að hún taki ekki þátt í atkvæðagreiðslu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 700. fundur - 25.06.2015

Lagt fram erindi varðandi ósk um að gerðar verði lagfæringar á lofti, raflögnum og ljósum Héraðsbókasafns Skagfirðinga í tengslum við þær framkvæmdir sem nú standa yfir við Safnahúsið. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að lagfæringarnar kosti sjö milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir framangreint erindi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 329. fundur - 06.07.2015

Afgreiðsla 700. fundar byggðaráðs staðfest á 329. fundi sveitarstjórnar 6. júlí 2015 með átta atkvæðum.