Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Bjarni Jónsson var í síma.
1.Beiðni um breytingu á ákvæði um löndun byggðakvóta
Málsnúmer 1507041Vakta málsnúmer
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að óska eftir við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að undanþága verði veitt frá löndunarskyldu á byggðakvóta tímabilið 1. júlí - 31. ágúst 2015. Ástæða beiðninnar er tímabundin stöðvun á vinnslu bolfisks hjá Fisk Seafood og hefur fyrirtækið því ekki tök á að taka við afla, lönduðum vegna byggðakvóta samkvæmt samningum við smábáta á svæðinu.
Málið áður á dagskrá á 21.fundi atvinnu-menningar- og kynningarnefndar 7.júlí 2015.
Samþykkt var á 329. fundi sveitarstjórnar 6.júlí 2015 að byggðarráð færi með heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins frá og með 7.júlí 2015.
Málið áður á dagskrá á 21.fundi atvinnu-menningar- og kynningarnefndar 7.júlí 2015.
Samþykkt var á 329. fundi sveitarstjórnar 6.júlí 2015 að byggðarráð færi með heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar samkvæmt III. kafla skv. 8. gr. samþykktar sveitarfélagsins frá og með 7.júlí 2015.
Fundi slitið - kl. 09:20.