Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Aðalgata 16 - Umsókn um breytingu á rekstrarleyfi
Málsnúmer 1101095Vakta málsnúmer
2.Aðalgata 7 - Umsókn um breytingu á rekstrarleyfi
Málsnúmer 1101094Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigurpáls Aðalsteinssonar fh. Videosports um breytingu á rekstrarleyfi fyrir Mælifell, Aðalgötu 7, Sauðárkróki. Mælifell hefur heimilaðan veitingatíma til kl. 01:00 alla daga; þó til kl. 03:00 aðfararnótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags. Óskar rekstraraðili eftir að hafa einnig opið aðfararnætur Nýársdags frá kl. 00:00 til 04:00, Föstudagsins langa frá kl. 00:00 til 04:00, Páskadags frá kl. 00:00 til 04:00 og annan dags jóla frá kl. 23:00 til 03:00.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við breytinguna.
3.Umsókn um lokun póstafgreiðslu
Málsnúmer 1101136Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Póst- og fjarskiptastofnun varðandi ósk Íslandspósts um lokun póstafgreiðslu á Hofsósi, sem starfrækt hefur verið í samstarfi við verslun Kaupfélags Skagfirðinga. Telur fyrirtækið að ekki séu viðskiptalegar forsendur fyrir því að rekin sé póstafgreiðsla áfram í óbreyttri mynd og óskar því eftir að fá að loka afgreiðslu og bjóða upp á þjónustu póstbíls. Óskar Póst- og fjarskiptastofnun eftir að umsögn sveitarstjórnar berist fyrir 8. febrúar 2011.
Byggðarráð leggst gegn lokun póstafgreiðslu á Hofsósi, sem þýðir skerta þjónustu fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu. Jafnframt felur byggðarráð sveitarstjóra að svara erindinu formlega á þeim nótum.
4.Umsókn um húsnæði
Málsnúmer 1101167Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá forsvarsmönnum áhugahóps um myndlist í Skagafirði, þar sem óskað er eftir að fá húsnæðið Skógargötu 11 (Gúttó) til afnota fyrir starfsemi hópsins.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við hópinn.
5.Uppsetning fjarskiptabúnaðar í Miðgarði
Málsnúmer 1101096Vakta málsnúmer
Erindi frá Nova ehf um leyfi til að setja upp farskiptabúnað í og á Menningarhúsið Miðgarð, Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir erindið fyrir sitt leiti með fyrirvara um afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar.
Fundi slitið - kl. 09:30.
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigurpáls Aðalsteinssonar fh. Videosports um breytingu á rekstrarleyfi fyrir Kaffi Krók, Aðalgötu 16, Sauðárkróki. Kaffi Krókur hefur heimilaðan veitingatíma til kl. 01:00 alla daga; þó til kl. 03:00 aðfararnótt laugardags, sunnudags eða almenns frídags. Óskar rekstraraðili eftir að hafa einnig opið aðfararnætur Nýársdags frá kl. 00:00 til 04:00, Föstudagsins langa frá kl. 00:00 til 04:00, Páskadags frá kl. 00:00 til 04:00 og annan dags jóla frá kl. 23:00 til 03:00.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við breytinguna.