Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Auglýsing eftir skólastjóra Varmahlíðarskóla
Málsnúmer 1103155Vakta málsnúmer
2.Kynning á Faxatorgi ehf.
Málsnúmer 1103178Vakta málsnúmer
Forsvarsmenn Faxatorgs ehf. komu á fund byggðarráðs og kynntu starfsemi félagsins.
3.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Málsnúmer 1103187Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn frá Mælifelli, frímúarastúku um styrk til greiðslu fasteignaskatts, vegna fasteignar félagsins, skv. 2. mgr. 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir í ljósi fyrirliggjandi gagna og með vísan til reglna sveitarfélagsins að veita styrk sem nemur 30% af álögðum fasteignaskatti árins 2011.
4.Aðalgata 8 143112 - Umsagnarbeiðni
Málsnúmer 1103166Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ragnheiðar Á Jóhannsdóttur fyrir hönd 13 29 ehf., kt. 420309-0310 um breytingu á starfsstöð. Starfsstöð var Sólvík-Baldurshagi á Hofsósi, en verður Aðalgata 8, Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
5.Velferðarsjóður íþróttahreyfingarinnar
Málsnúmer 1103072Vakta málsnúmer
Erindinu vísað frá 170. fundi félags- og tómstundanefndar. Bókun nefndarinnar var eftirfarandi: "UMSS og Tindastóll hyggjast stofna velferðarsjóð íþróttahreyfingarinnar i Skagafirði í þeim tilgangi að létta efnaminni foreldrum þátttöku barna sinna í íþróttastarfi. Félögin hafa óskað eftir að Sveitarfélagið Skagafjörður taki þátt í þessi verkefni með fjárframlagi, helming á móti framlagi íþróttafélaganna. Nefndin tekur vel í erindið. Ekki er gert ráð fyrir þessu í fjárhagsáætlun 2011. Því er málinu vísað til Byggðarráðs til frekari ákvörðunar."
Byggðarráð samþykkir að veita 500.000 kr. af fjárhagslið 21890 til þessa verkefnis, enda nái það til allra barna í sveitarfélaginu og felur félags- og tómstundanefnd að útfæra reglur um úthlutun í samráði við íþróttahreyfinguna í Skagafirði.
6.Kaup eða leiga á landi
Málsnúmer 1102139Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf frá Jóhanni Þór Friðgeirssyni og Friðgeiri Inga Jóhannssyni, þar sem þeir vilja kanna þann möguleika á að fá keypt eða leigt á langtímaleigu, land það er liggur ofan Hofsóss, svokallaðan Syðri-Flóa, sem liggur sunnan Unadalsvegar og austan Siglufjarðarvegar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar landbúnaðarnefndar.
Fundi slitið - kl. 10:35.
Lögð fram auglýsing þar sem auglýst er laus til umsóknar staða skólastjóra Varmahlíðarskóla. Auglýsingin var samþykkt á 6. fundi samstarfsnefndar með Akrahreppi, 29. mars. 2011.
Byggðarráð staðfestir ákvörðun samstarfsnefndar.