Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

799. fundur 09. nóvember 2017 kl. 09:00 - 10:29 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skagfirskar leiguíbúðir hses

Málsnúmer 1610156Vakta málsnúmer

Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi kom á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu verkefnisins. Byggðarráð samþykkir að halda áfram með verkefnið og ganga til samninga á grundvelli þeirra gagna sem kynnt voru á fundinum.

2.Sameining sveitarfélaga í Skagafirði 1998

Málsnúmer 1711070Vakta málsnúmer

Sigfús Ingi Sigfússon verkefnastjóri hjá Sveitarfélaginu Skagafirði komu á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Á næsta ári eru tuttugu ár frá sameiningu sveitarfélaga í Skagafirði. Farið var yfir hugmyndir með hvaða hætti hægt væri að fagna þeim tímamótum.

3.Ágóðahlutagreiðsla 2017 Brunabót

Málsnúmer 1711045Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands vegna ágóðahlutagreiðslu 2017. Hlutdeild Sveitarfélagsins Skagafjarðar í Sameignarsjóði EBÍ er 3.356% og greiðsla ársins þann 31.október til sveitarfélagsins verður þá 1.678.000,-

4.Suðurbraut 7, Hofsós fnr: 214-3674 - sala

Málsnúmer 1710088Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskaði eftir því við Fasteignasölu Sauðárkróks að auglýsa húsið að Suðurbraut 7 á Hofsósi til sölu fyrir sveitarfélagið. Lagt fram yfirlit um þau kauptilboð er bárust í Suðurbraut 7 á Hofsósi. Alls bárust 5 tilboð. Byggðarráð samþykkir að ganga að hæsta tilboði í fasteignina sem kom frá Pardus ehf.

5.Norðurstrandarleið Arctic Coast Way

Málsnúmer 1711018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar stöðuskýrsla verkefnisstjóra Arctic Coast Way eða Norðurstrandarleið, Christiane Stadler. Í skýrslunni kemur fram að verkefnið fer sístækkandi og eru nú alls 17 sveitarfélög tengd verkefninu.

6.Fundagerðir 2017 - SSNV

Málsnúmer 1701003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundargerð síðasta stjórnarfundar SSNV, dags. 7. nóvember 2017.

Fundi slitið - kl. 10:29.