Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

804. fundur 04. desember 2017 kl. 08:15 - 11:27 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2018-2022

Málsnúmer 1708039Vakta málsnúmer

Unnið með fjárhagsáætlun 2018-2022. Á fund nefndarinnar komu eftirtalin til viðræðu:
Svavar Atli Birgisson slökkviliðsstjóri kom á fundinn kl. 8:15 og fór yfir fjárhagsáætlun hjá málaflokki 07-bruna- og almannavarnir. Svavar vék af fundi kl 9:00. Sigríður Magnúsdóttir formaður umhverfis-og samgöngunefndar kom á fundinn kl 9:00 og fór yfir málaflokka 08-hreinlætismál, 10-umferðar - og samgöngumál, 11- umhverfismál og 53 - fráveita, ásamt Indriða Þór Einarssyni sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Sigríður vék af fundi kl 10:00. Gísli Sigurðsson formaður veitunefndar kom á fundinn kl. 10:00 og fór yfir málaflokka 67-hitaveita, 63-vatnsveita og 65-sjóveita ásamt Indriða Þór Einarssyni. Gísli Sigurðsson vék af fundi kl.11:00. Indriði Þór Einarsson fór yfir fjárhagsáætlun málaflokk 41-hafnarsjóður.

Fundi slitið - kl. 11:27.