Fara í efni

Tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni

Málsnúmer 1809236

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 838. fundur - 20.09.2018

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði, dagsett 11. september 2018 þar sem fram kemur að sjóðurinn leitar eftir 2-4 sveitarfélögum til að taka þátt í tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um að Sveitarfélagið Skagafjörður verði þátttakandi í ofangreindu tilraunaverkefni.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 853. fundur - 16.01.2019

Lagt fram bréf dagsett 12. desember 2018 frá Íbúðalánasjóði varðandi tilraunaverkefni um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Þar kemur fram að Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki á meðal þeirra sveitarfélaga sem fyrst verða tekin inn í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs í húsnæðismálum landsbyggðarinnar.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar þakkar fyrir svarið og lýsir sig reiðubúið til samstarfs við Íbúðalánasjóð um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Skagafirði en veruleg þörf er á enn frekari uppbyggingu húsnæðis í héraðinu.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 875. fundur - 31.07.2019

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sigrúnu Ástu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs, dags. 25. júlí 2019, þar sem vakin er athygli á áformum og tillögum félags- og barnamálaráðherra til að styrkja húsnæðismarkað á landsbyggðinni og koma til móts við áskoranir sem fjölmörg sveitarfélög standa frammi fyrir í húsnæðismálum.