Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

889. fundur 20. nóvember 2019 kl. 11:30 - 12:23 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Úttekt á fjölskyldusviði

Málsnúmer 1906134Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 23. október 2019 frá RR ráðgjöf vegna úttektar á fjölskyldusviði sveitarfélagsins. Óskað var eftir úttektinni af hálfu byggðarráðs þann 10. desember 2018. Einnig lagt fram minnisblað sveitarstjóra vegna úttektarinnar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að meta tillögur sem fram koma í skýrslunni og vinna úr þeim.

2.Viðauki 7 við fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1911134Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að viðauka númer 7 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukinn hefur hvorki áhrif á rekstur sveitarfélagsins né efnahag. Um er að ræða millifærslu á 25 mkr. framkvæmdafé frá eignasjóði til hitaveitu.
Byggðarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Undirbúningur hitaveituframkvæmda í Hegranesi

Málsnúmer 1908088Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 888. fundi byggðarráðs. Lögð fram svohljóðandi bókun 64. fundar veitunefndar frá 5. nóvember 2019: "Lögð var fram til kynningar hönnun og kostnaðaráætlun vegna lagningar hitaveitu um norðanvert Hegranes unnin af Braga Þór Haraldssyni á Verkfræðistofunni Stoð ehf. Veitunefnd leggur til og vísar til byggðarráðs að lagning hitaveitu um norðanvert Hegranes verði á fjárhagsáætlun næsta árs."
Byggðarráð samþykkir að efniskaup vegna framkvæmdarinnar verði gerð á árinu 2019 og stefnir að því að annar kostnaður verði á fjárfestingaráætlun ársins 2020.

4.Framtíðaruppbygging að Sólgörðum í Fljótum

Málsnúmer 1911125Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 13. nóvember 2019 frá Sótahnjúk ehf. varðandi hugmyndir félagsins um uppbyggingu að Sólgörðum í Fljótum. Óskað er eftir viðræðum um mögulega nýtingu húsnæðis undir merkjum félagsins.
Byggðarráð tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að finna fundartíma sem hentar báðum aðilum.

5.Gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélaga

Málsnúmer 1911101Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 13. nóvember 2019 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, sent sveitarfélögum landsins varðandi vatnsveitur og ákvörðun á fjárhæð vatnsgjalds í gjaldskrá. Óskað er eftir upplýsingum um þau atriði og gögn sem gjaldskrár vatnsveitna er varða vatnsgjald eru byggðar á. Einnig lagt fram minnisblað ráðuneytisins um gjaldskrá vatnsveitna og fjármagnskostnað, dagsett 25. október 2019.

6.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun,

Málsnúmer 1911105Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. nóvember 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 319. mál.
Byggðarráð tekur undir markmið frumvarpsins.

7.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.),

Málsnúmer 1911079Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 11. nóvember 2019 frá nefndasviði Alþingis. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta (leyfisveitingar, málsmeðferð, endurupptaka o.fl.), 317. mál.

8.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir

Málsnúmer 1911107Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. nóvember 2019 frá nefndasviði Alþingis. Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu), 320. mál.
Byggðarráð fagnar markmiðum frumvarpsins.

9.Samráð; Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir

Málsnúmer 1911113Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. nóvember 2019 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 283/2019, "Frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir". Umsagnarfrestur er til og með 28.11.2019.

10.Upplýsingabæklingur fyrir sveitarfélög

Málsnúmer 1911111Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 14. nóvember 2019 frá Umhverfisstofnun. Á ársfundi Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa sem haldinn var þann 14. nóvember 2019 á Egilsstöðum, kynnti Umhverfisstofnun nýútgefinn upplýsingabækling sem ætlaður er sem handbók fyrir sveitarfélög. Fjallað er um leyfisveitingar, sérstaka vernd, umsagnir, friðlýsingar, akstur utan vega, vegaskrá og almennt um hlutverk sveitarfélaga og náttúruverndarnefnda skv. náttúruverndarlögum nr. 60/2013. Bæklinginn er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar.

Fundi slitið - kl. 12:23.