Fara í efni

Undirbúningur hitaveituframkvæmda í Hegranesi

Málsnúmer 1908088

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 876. fundur - 21.08.2019

Lögð fram tillaga um að byggðarráð feli veitunefnd að kostnaðargreina og vinna að hönnun hitaveitu í þeim hluta Hegraness sem ekki er þegar tengdur við hitaveitu. Mælst er til að þessari vinnu verði hraðað sem kostur er.
Tillagan samþykkt samhljóða.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 62. fundur - 25.09.2019

Lögð var fram bókun byggðarráðs frá 21. ágúst sl. þar sem byggðarráð samþykkti að fela veitunefnd að kostnaðargreina og vinna að hönnun hitaveitu í þeim hluta Hegraness sem ekki er þegar tengdur við hitaveitu. Mælst var til þess að þessari vinnu verði hraðað sem kostur er.
Nefndin samþykkir að unnið verði að uppfærðri kostnaðargreiningu og hönnun en gróf drög að hönnun og kostnaðaráætlun liggja þegar fyrir.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 64. fundur - 05.11.2019

Lögð var fram til kynningar hönnun og kostnaðaráætlun vegna lagningar hitaveitu um norðanvert Hegranes unnin af Braga Þór Haraldssyni á Verkfræðistofunni Stoð ehf.
Veitunefnd leggur til og vísar til byggðarráðs að lagning hitaveitu um norðanvert Hegranes verði á fjárhagsáætlun næsta árs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 888. fundur - 13.11.2019

Málið áður á dagskrá 876. fundar byggðarráðs þann 21. ágúst 2019. Lögð fram svohljóðandi bókun 64. fundar veitunefndar frá 5. nóvember 2019: "Lögð var fram til kynningar hönnun og kostnaðaráætlun vegna lagningar hitaveitu um norðanvert Hegranes unnin af Braga Þór Haraldssyni á Verkfræðistofunni Stoð ehf. Veitunefnd leggur til og vísar til byggðarráðs að lagning hitaveitu um norðanvert Hegranes verði á fjárhagsáætlun næsta árs."
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna hluta framkvæmdarinnar og vísar því sem útaf stendur til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 889. fundur - 20.11.2019

Málið áður á dagskrá 888. fundi byggðarráðs. Lögð fram svohljóðandi bókun 64. fundar veitunefndar frá 5. nóvember 2019: "Lögð var fram til kynningar hönnun og kostnaðaráætlun vegna lagningar hitaveitu um norðanvert Hegranes unnin af Braga Þór Haraldssyni á Verkfræðistofunni Stoð ehf. Veitunefnd leggur til og vísar til byggðarráðs að lagning hitaveitu um norðanvert Hegranes verði á fjárhagsáætlun næsta árs."
Byggðarráð samþykkir að efniskaup vegna framkvæmdarinnar verði gerð á árinu 2019 og stefnir að því að annar kostnaður verði á fjárfestingaráætlun ársins 2020.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 65. fundur - 22.01.2020

Verkfræðistofunni Stoð hefur verið falið að vinna að gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlunar vegna nýframkvæmdar hitaveitu á norðanverðu Hegranesi.
Veitunefnd samþykkir að bjóða vinnuhluta verksins út um leið og útboðsgögn liggja fyrir.

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 66. fundur - 05.03.2020

Farið var yfir drög að útboðsgögnum fyrir hitaveitu- og ljósleiðara á norðanverðu Hegranesi.
Gert er ráð fyrir að verkið verði boðið út í mars mánuði.