Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

892. fundur 05. desember 2019 kl. 09:00 - 12:10 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir varam.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts

Málsnúmer 1912028Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að breyta reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts frá og með 1. janúar 2020.
1. grein verði eftirfarandi:
Sveitarstjórn Skagafjarðar er heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi æskulýðs- og mannúðarsamtaka og menningarstarfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, sbr. heimild í 2. mgr. 5 gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
5. grein hljóði svo:
Eigendur friðaðra húsa geta sótt um styrki til greiðslu fasteignaskatts af friðuðum
húsum ef þeir hafa staðið að endurbótum eða endurbyggingu þeirra. Umsóknum skal skilað til sveitarfélags eigi síðar en 30 dögum eftir fyrsta gjalddaga ár hvert. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um endurbyggingu eða endurbætur hússins. Sveitarstjórn metur umsóknir og ákveður styrkhæfni í hvert sinn. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að fram hafi farið umtalsverðar endurbætur á húsinu. Þannig megi líta á styrk sem framlag til endurbóta. Styrkir samkvæmt þessari grein verða einungis veittir til eins árs í senn og að hámarki í 5 ár fyrir hverja fasteign. Sé umsókn metin styrkhæf fer um framkvæmd skv. 3. gr., utan þess að veittur styrkur til endurbóta eða endurbyggingu friðaðra húsa getur aldrei numið hærri fjárhæð en sem svarar 100% af álögðum fasteignaskatti.

Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar.

2.Fjárhagsáætlun 2020 - 2024

Málsnúmer 1908008Vakta málsnúmer

Vinnu við fjárhagsáætlun 2020-2024 fram haldið frá síðasta fundi þann 4. desember 2019. Eftirtalin komu á fund ráðsins til viðræðu um fjárhagsáætlun viðkomandi málaflokka:
Gunnsteinn Björnsson formaður atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri komu á fundinn kl. 09:00 og véku af honum kl. 09:50.
Einar E. Einarsson formaður skipulags- og bygginganefndar, Regína Valdimarsdóttir varaformaður nefndarinnar og Jón Örn Berndsen skipulagsfulltrúi komu á fundinn kl. 09:50 og véku af honum kl. 10:10.
Margeir Friðriksson fór yfir fjárhagsáætlun vegna landbúnaðarmála og sameiginlegra liða sem heyra undir málaflokk 21.
Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kom á fundinn kl. 11:00 og fór yfir fjárhagsáætlun eignasjóðs, viðhald og framkvæmdir. Vék hann af fundi kl. 12:10.
Byggðarráð samþykkir að fjárhagsáætlun 2020-2024 verði lögð fram með áorðnum breytingum á næsta fundi ráðsins, mánudaginn 9. desember 2019.

Fundi slitið - kl. 12:10.