Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt samhljóða að taka mál númer 2003177 á dagskrá með afbrigðum.
1.Umsókn um rekstur - sundlaugin á Sólgörðum
Málsnúmer 2006036Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið tóku forsvarsmenn Sótahnjúks ehf. Ólöf Ýrr Atladóttir og Arnar Þór Árnason þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að útbúa drög að samningi um leigu og umsjón sundlaugarinnar að Sólgörðum við Sótahnjúk ehf.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að útbúa drög að samningi um leigu og umsjón sundlaugarinnar að Sólgörðum við Sótahnjúk ehf.
2.Lóð 70 Sauðárhlíð tilboð
Málsnúmer 2003177Vakta málsnúmer
Lagður fram lóðarleigusamningur um Lóð 70 við Sauðárhlíð á Sauðárkróki milli Ljónagryfjunnar ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Landnúmer 144009.
Byggðarráð sem einnig er stjórn eignasjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir framlagðan lóðarleigusamning.
Byggðarráð sem einnig er stjórn eignasjóðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir framlagðan lóðarleigusamning.
3.Opinber störf á landsbyggðinni
Málsnúmer 2006132Vakta málsnúmer
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar ákvörðun félags- og barnamálaráðherra um fjölgun starfa hjá brunamálasviði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Sauðárkróki. Slíkt er í anda stjórnarsáttmála ríkistjórnar Katrínar Jakobsdóttur um fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og kemur jafnframt fram í ríkistjórnarsamþykkt þar um.
Fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni er landsbyggðarsveitarfélögum þýðingarmikið og mikilvægur þáttur í að efla atvinnu og auka fjölbreytileika atvinnulífs hjá fjölmörgum sveitarfélögum landsbyggðarinnar. Sveitarfélög landsbyggðarinnar eru misjöfn að stærð og gerð en eiga það öll sammerkt að fjölgun opinberra starfa eykur samkeppnisfærni þeirra og skapar þeim tækifæri til vaxtar og framþróunar.
Byggðarráð hvetur stjórnvöld til áframhaldandi góðra verka er kemur að fjölgun opinberra starfa hjá landsbyggðarsveitarfélögum og skorar á önnur sveitarfélög að taka undir áskorun byggðarráðs um eflingu og fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.
Fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni er landsbyggðarsveitarfélögum þýðingarmikið og mikilvægur þáttur í að efla atvinnu og auka fjölbreytileika atvinnulífs hjá fjölmörgum sveitarfélögum landsbyggðarinnar. Sveitarfélög landsbyggðarinnar eru misjöfn að stærð og gerð en eiga það öll sammerkt að fjölgun opinberra starfa eykur samkeppnisfærni þeirra og skapar þeim tækifæri til vaxtar og framþróunar.
Byggðarráð hvetur stjórnvöld til áframhaldandi góðra verka er kemur að fjölgun opinberra starfa hjá landsbyggðarsveitarfélögum og skorar á önnur sveitarfélög að taka undir áskorun byggðarráðs um eflingu og fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.
4.Ársreikningur 2019 Eyvindarstaðaheiði ehf
Málsnúmer 2006094Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur Eyvindarstaðaheiðar ehf. fyrir 2019.
Fundi slitið - kl. 14:54.